Greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækja Trump enn hærri en vitað var Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 11:31 Leyniþjónustumaður stendur hjá á meðan Trump forseti flýgur burt í forsetaþyrlunni. Trump hefur rukkað eigin ríkisstjórn um jafnvirði tuga milljóna króna fyrir gistingu fyrir lífverði leyniþjónustunnar sem þurfa að fylgja honum hvert fótmál. Vísir/EPA Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag. Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Kvittanir og reikningar sem leyniþjónusta Bandaríkjanna sem annast öryggisgæslu Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur afhent sýna að hún hefur greitt fyrirtækjum í eigu forsetans enn hærri fjárhæðir en vitað hefur verið um til þessa. Greiðslurnar eru mun hærri en fyrirtæki forsetans hefur fullyrt að það rukki vegna gistingar og aðstöðu fyrir lífverði hans. Trump hefur var um þriðjungi forsetatíðar sinnar á gististöðum í hans eigin eigu, fyrst og fremst í golfklúbbum sínum á Flórída og í New Jersey. Á þeim tíma hefur fyrirtækið halað inn jafnvirði tuga milljóna íslenskra króna í greiðslur frá bandarískum skattgreiðendum vegna lífvarða sem þurfa að fylgja forsetanum hvert fótmál. Litlar upplýsingar hefur verið að finna um umfang þessara greiðslna þar sem leyniþjónustan hefur þráast við að gera þær opinbera. Washington Post sagði frá því í febrúar að Trump-fyrirtækið hefði rukkað leyniþjónustuna um allt að 82 þúsund krónur á nóttu þegar forsetinn dvelur í eigin klúbbum og að greiðslurnar hafi numið að minnsta kosti 59,5 milljónum króna frá janúar 2017 til apríl 2018. Sjá einnig: Trump rukkar eigin ríkisstjórn vegna gistingar fyrir lífverði Nú segir blaðið að leyniþjónustan hafi greitt fyrirtæki Trump að minnsta kosti 157.000 dollurum, jafnvirði 19,9 milljóna íslenskra króna, meira en vitað hefur verið til þessa. Alls nemi greiðslur bandarísks ríkissjóðs til fyrirtækja Trump um 628.000 dollurum, jafnvirði um 79,5 milljóna íslenskra króna frá því að Trump tók við embætti. Rukkað hefur verið fyrir fleiri en 590 gistinætur. Ólíkt fyrri forsetanum hefur Trump neitað að rjúfa tengsl sín við viðskiptaveldi sitt. Hann segist hafa falið sonum sínum að stýra fyrirtækinu en hann nýtur enn fjárhagslegra ávaxta rekstursins. Sem forseti hefur Trump svo dvalið í 355 daga, um 30% forsetatíðar sinnar, í eigin eignum. Trump fól eldri sonum sínum tveimur, Donald (t.v.) og Eric (t.h.) að stýra fyrirtæki sínu þegar hann varð forseti. Eric Trump hefur neitað að upplýsa hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem hann fullyrðir að fyrirtækið rukki leyniþjónustuna.Vísir/EPA Mun hærra en líklegt kostnaðarverð Washington Post byggir frétt sína á kvittunum og reikningum sem félagasamtökin Public Citizen óskuðu eftir strax við upphaf forsetatíðar Trump. Það tók samtökin þrjú ár að glíma við leyniþjónustuna að fá gögnin afhent og þegar þau bárust náðu þau nær eingöngu til áranna 2017 og 2018. Líklegt er því að greiðslurnar séu enn hærri en þær sem vitað er um. Gögnin sem blaðið hefur farið yfir eru í algerri mótsögn við yfirlýsingar Erics Trump, yngsta sonar forsetans, um að fyrirtæki Trump rukki leyniþjónustuna aðeins kostnaðarverð fyrir gistingu. „Við rukkum þau um eitthvað eins og fimmtíu dollara,“ fullyrti Eric Trump í viðtali við Yahoo Finance í fyrra. Hann hefur aldrei skýrt nánar hvað felist í „kostnaðarverðinu“ sem fyrirtækið rukkar. Gögn Washington Post benda til þess að Trump-fyrirtækið hafi raunverulega rukkað leyniþjónustuna um 650 dollara á nótt snemma árs 2017. Verðið hafi lækkað niður í tæpa 400 dollara þegar leið á árið. Sérfræðingur í hóteliðnaðinum sem Washington Post ræddi við hafnar því að hátt í fjögur hundruð dollarar geti verið kostnaðarverð fyrir gistingu í Mar-a-Lago-klúbbnum. Jafnvel þó að aðeins fínustu og dýrustu vörurnar væru notaðar á herbergjunum gæti kostnaðurinn aðeins náð í kringum hundrað dollurum. Leyniþjónustan er ekki bundin af reglum sem takmarka hversu mikið alríkisstofnanir mega eyða í hótelgistingu þegar hún annast öryggi forsetans og fjölskyldu hans. Forsetinn er einnig undanþeginn reglum um hagsmunaárekstra og því er fyrirtæki hans heimilt að rukka leyniþjónustuna um það sem því sýnist fyrir gistingu. Trump hefur látið mikið með að hann gefi laun sín sem forseti til góðgerðamála. Ríkisstjórn hans hefur á sama tíma reynt að koma í veg fyrir að upplýst verði um greiðslur alríkisstjórnarinnar til fyrirtækja í hans eigu.Vísir/EPA Rukkuðu tvöfalt meira en fyrir annan ríkisstarfsmann Erfitt er sagt að áætla hvað Mar-a-Lago, golfklúbbur Trump á Flórída þar sem hann hefur dvalið langdvölum sem forseti, rukkar viðskiptavini sem eru ekki á vegum alríkisstjórnarinnar. Klúbburinn birtir ekki verðskrá og er aðeins opinn fyrir meðlimi og gesti þeirra. Jafnvel meðlimir eru sagðir þurfa að hafa samband við klúbbinn til að fá gefið upp verð á herbergi. Eftir því sem Washington Post kemst næst hefur Trump-fyrirtækið þó aldrei rukkað leyniþjónustuna um minna en hundrað dollara á nóttu, þvert á það sem Eric Trump hefur fullyrt. Verðið sem leyniþjónustuna hefur greitt er jafnframt tvöfalt hærra en fyrirtækið rukkaði vegna gistingar opinbers embættismanns ráðuneytis uppgjafarhermanna. Ólíkt leyniþjónustunni gilda reglur um hámarksútgjöld vegna gistingar starfsmanna hjá ráðuneytinu. Trump-fyrirtækið rukkaði ráðuneytið um hæstu upphæð sem því var heimilt að greiða fyrir gistingu. Leyniþjónustumenn gistu í klúbbnum sama kvöld og starfsmaður ráðuneytisins. Kvittanirnar sýna að klúbburinn rukkaði leyniþjónustuna um 396 dollara á herbergi, jafnvirði rúmra 50.000 íslenskra króna, tvöfalt hærri upphæð en ráðuneytið greiddi fyrir sinn starfsmann. Engar reglur eru um að fyrirtæki Trump verði að rukka fyrir gistingu leyniþjónustumanna. Fyrir forsetar hafa leyft lífvörðum sínum að gista hjá sér leyniþjónustunni að kostnaðarlausu. Eina dæmið sem Washington Post hefur fundið um slíkar greiðslur er að Joe Biden rukkaði leyniþjónustuna um 2.200 dollara, jafnvirði um 279.000 króna, á mánuði fyrir afnot af kofa við heimili hans í Delaware í sex ár þegar hann var varaforseti. Þær greiðslur fóru fram samkvæmt formlegum samningi sem gert var grein fyrir í opinberum gagnagrönnum. Enginn samningur er um greiðslur leyniþjónustunnar til fyrirtækis Trump sem greiðir fyrir gistinguna með greiðslukorti alríkisstjórnarinnar. Þá er greiðslnanna ekki getið í opinberum gagnagrunnum. Einu upplýsingarnar um þær hafa komið fram vegna krafna Washington Post og félagasamtaka á grundvelli upplýsingalag.
Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira