Landið opnar fyrir ferðamönnum 15. júní Heimir Már Pétursson og Andri Eysteinsson skrifa 12. maí 2020 19:59 Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira
Landið verður formlega opnað fyrir komum ferðamanna hinn 15. júní en þeir verða annað hvort að fara í sýnatöku við komuna eða framvísa gildu vottorði úr heimalandinu en sæta tveggja vikna sóttkví ella. Forsætisráðherra ásamt fimm öðrum ráðherrum kynnti tilslakanir á ferðabanni sem tók gildi með með lokun ytri landamæra Schengen svæðisins hinn 20. mars sem leitt hefur til þess að millilandaflug hefur nánast alveg legið niðri síðan þá. Að tillögu sóttvarnalæknis verður það sem kallað hefur verið sóttkví B eða sóttkví á vinnustað útvíkkuð næsta föstudag. „Mun ná til þeirra sem koma hingað til starfa í afmörkuð verkefni. Þar get ég nefnt til að mynda vísindamenn, kvikmyndatökumenn, fréttamenn, íþróttalið til æfinga. Þá hefur sóttvarnarlæknir einnig lagt til að Færeyjar og Grænland verði tekin af lista yfir hááhættusvæði,“ sagði forsætisráðherra. Þrír valkostir standa til boða. Ekki er þó um að ræða mótefnamælingu líkt og segir á myndinni heldur sýnatöku.Grafík Það þýðir í raun að fólk frá þessum löndum geti hindrunarlaust komið til Íslands. Stóra skrefið verður hins vegar að óbreyttu ekki stigið fyrr en 15. júní að því gefnu að allt gangi upp varðandi losun sóttvarnatakmarkanna í landinu. „Þá er stefnt að því að eigi síðar en 15. júní geti ferðamenn sem koma til landsins og að sjálfsögðu þá líka Íslendingar sem koma til landsins átt val. Um að í stað þess að fara í tveggja vikna sóttkví geti þeir annað hvort farið í skimun á Keflavíkurflugvelli eða framvísað vottorði sem er metið fullgilt af íslenskum heilbrigðisyfirvöldum. Þá verði farþegum gert að hala niður smitrakningarappinu í síma sína og dvelja heima hjá sér eða á gististað þar til svar úr sýnatöku liggi fyrir síðar sama dag. Staðan verði metin tveimur vikum síðar. Þá verði farið í hagræna greiningu á þessari aðferð fyrir mánaðamót og samráð haft við alla þá sem að komi munu að framkvæmd hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Sjá meira