Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. apríl 2025 13:27 Karítas segir lán í óláni að husky-hundurinn hafi ekki sótt í dóttur hennar, sem slapp með nokkrar skrámur. Aðsend Kona á göngu í Árbænum með ungbarn og lítinn hund lenti í því að hundur af tegundinni husky réðst að henni. Hún handleggsbrotnaði við bitið og þarf að gangast undir aðgerð. Dóttir hennar ber engan kala til eigandans en gerir ákall eftir því að ýtt verði undir upplýsingaskyldu hundaræktenda og að hundaþjálfunarnámskeið verði gerð að skyldu fyrir hundaeigendur. Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“ Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Karítas Eldeyjardóttir, dóttir konunnar og móðir ungbarnsins, rekur atburðarásina í samtali við fréttastofu. „Ég er heima þegar mamma hringir og biður mig um að hlaupa út af því að hún hafði verið bitin af husky rétt hjá. Ég er komin innan við mínútu síðar og þá er hún með augljósa áverka á hægri hendi og það blæðir,“ segir Karítas. Þurfti lítið til að hundurinn gerði áhlaup Eldey, móðir hennar, hafði þá haldið út í göngutúr með eins og hálfs árs dótturdóttur sína í kerru og hundinn Lego, af maltese-tegund, í bandi. Meðan hún gekk um grófan malarstíg hafi hún komið auga á husky-hund í bandi. Á augabragði hafi hann hlaupið af stað og slitið sig úr bandinu. „Bandið slitnar strax, hann hefur ekkert fyrir því,“ segir Karítas. Husky-hundurinn hafi hlaupið beint í átt að maltese-hundinum, sem hafi hlaupið hring í kring um kerruna og flækst í henni. Þá hafi amman gripið í ólina á husky-hundinum. Í tilraun hennar til að koma barnabarninu og maltese-hundinum undan með því að ýta við kerrunni hafi husky-hundurinn bitið hægri framhandlegg hennar til blóðs. Hundurinn sem slapp var af gerðinni husky.EPA Amman hafi kallað í eigandann, í fyrstu án árangurs. „Því miður leið allt of langur tími frá því að hundurinn sleppur þar til eigandinn kemur út. Hún kallar, að mér skilst, án árangurs og þarf að sækja hundinn,“ segir Karítas. Í framhaldinu Karítas sjálf mætt á svæðið. Amman hafi verið flutt með sjúkrabíl, fengið stífkrampasprautu og sýklalyf, og í ljós komið að hún væri handleggsbrotin. Svo illa að hún þarf að gangast undir aðgerð eftir helgi. „Þannig að þetta hefur verið ágætisbit hjá hundinum.“ Hún segir sláandi að husky-hundurinn hafi ekki þurft meira áreiti en að sjá konu með smáhund, sem gaf ekki frá sér nein hljóð, til að gera áhlaup. Heppni að hundurinn sótti ekki í barnið Karítas segist ekki bera kala til eiganda hundsins, slysin geti gerst. Hún gerir ákall eftir umræðu um hvort leggja ætti skyldu á hundaræktendur að upplýsa kaupendur um eðli og þarfir hunda af tegundum á borð við husky og sheffer, áður en þeir eru afhentir. „Svo það sé ekki verið að afhenda fólki dýr án þess að það átti sig á hvað það er með í höndunum.“ Þá veltur hún því upp hvort gera ætti mætingu eigenda slíkra hunda á hundaþjálfunarnámskeið að skyldu. Hún segir umræðu hafa myndast á Facebook hópnum Hundasamfélaginu vegna atviksins, þar sem fólki þykir miður að verið sé að tala niður umræddar hundategundir. „Það var ekki meiningin en aftur á móti eru þetta tegundir sem geta valdið miklum skaða. Það er ekki hægt að bera þær saman við minn litla, til dæmis,“ segir Karítas. „Maður heyrir allt of margar sögur af hundsbitum, hvað þá þegar það eru börn, og við þökkum guði fyrir að hundurinn hafi ekki sýnt barninu áhuga. En mér finnst ég þurfa að vekja athygli á þessu.“
Hundar Gæludýr Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20 Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38 Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Fleiri fréttir Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Sjá meira
Tveir hundar réðust á konu á áttræðisaldri á Akureyri Tveir hundar réðust á 72 ára gamla konu á Akureyri í fyrradag. Hún hlaut minniháttar sár af en fór þó á sjúkrahús og hlaut aðhlynningu. 18. júlí 2024 10:20
Blóð á veggjum og gólfi og maður fluttur með sjúkrabíl Einn var fluttur á sjúkrahús með skurð á hendi eftir að óður hundur réðst á konu og karlmann í stigagangi fjölbýlishúss í Grafarvogi á föstudagskvöld. Konan og karlmaðurinn eru á sjötugsaldri og voru með hundinn í pössun. 1. júlí 2024 10:38
Eigandi stakk af eftir að hundur beit konu með ungbarn Þýskur fjárhundur, sjeffer, réðst á konu sem var á gangi með ungbarn sitt í Árbænum í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að hún hlaut áverka á hendi. Konan segir eigandann hafa flúið vettvang og hunsað beiðni hennar um að hringja á sjúkrabíl. 11. júlí 2024 11:53