Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. apríl 2025 16:28 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar í borginni. Vísir/Vilhelm Oddviti Viðreisnar í Reykjavík vill úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús borgarinnar. Þá vill hún selja fasteignir sem hún segir borgina ekki þurfa að eiga eins og Iðnó og húsnæði Tjarnarbíós. Þetta er meðal hagræðingartillagna sem hún hefur skilað til borgarstjórnar. Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna. Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Tjarnarbíó Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Borgarstjórn hefur leitað á náðir borgarbúa í leit að tillögum um hvað betur megi fara í rekstri borgarinnar. Tillögum er safnað saman á samráðsvettvangi borgarinnar, sem er öllum opinn. Þegar þetta er ritað hafa 193 tillögur borist í gáttina og kennir þar ýmissa grasa. Bjóða út sorphirðu og selja bílastæðahús Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, er meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn. Tillögur hennar eru ellefu og eru þær eftirfarandi: Einfalda miðlæga stjórnsýslu og leggja niður mannréttindaskrifstofu (ríkið hefur tekið við þessu verkefni. Leggja af tvö pólitísk ráð þ.e. stafræna ráðið og mannréttindaráð. Verkefni beggja ráða má finna annan stað innan fagráða borgarinnar. Stofna B-hlutafélag utan um eignir borgarinnar Selja þær fasteignir sem borgin þarf ekki að eiga, dæmi Iðnó, húsnæði Tjarnargötu. Úthýsa rekstri bílastæðahúsa til þriðja aðila eða selja bílastæðahús Bjóða út alla sorphirðu borgarinnar Selja malbikunarstöðina Höfða eða selja hluti inn til nágrannasveitarfélaga Endurskoða eignarhald á dótturfyrirtækjum Orkuveitunnar m.t.t. samkeppnissjónarmiða annars vegar og innviða uppbyggingar hinsvegar. Endurskoða algjörlega strúktúr fagsviða m.t.t. millistjórnenda, fagábyrgða og fjármála ábyrgðar. Setja má sér markmið að fækka millistjórnendum um 10%. Endurskoða rekstur safna og menningarhús m.t.t. mögulegra PPP verkefna eða samrekstur við aðrar menningarhús og söfn. Endurhanna allt innkaupaferli borgarinnar. Borga 30 þúsund fyrir ljósaperuskipti Ein tillagan er frá aðstoðarleikskólastjóra og deildarstjóra í miðbænum. Hún segir að mikill sparnaður myndi hljótast af því að hafa húsvarðateymi sem gæti sinnt störfum á leikskólum eins og að pússa og mála guggakistu og önnur slík verkefni. „Að kalla til verktaka í hvert skipti sem rukkar þrjátíu þúsund krónur fyrir að skipta um eina ljósaperu er út í hött,“ segir hún, og af því má ráða að slíkt hafi verið venjan hjá Reykjavíkurborg, að minnsta kosti í leikskóla hennar. Fækka borgarfulltrúum og lækka laun Í annarri tillögu er lagt til að borgarfulltrúum verði fækkað aftur í 15 manns, og að laun borgarstjóra verði lækkuð niður í 1,5 milljón á mánuði. Fjölmargar tillögur hafa eitthvað með borgarlínuna að gera, ýmist er lagt til að hætt verði við hana eða framkvæmdum seinkað. „Legg til að hætt verði við borgarlínu,“ segir ein. „Hætta alfarið við BORGARLÍNUNA og þessa fáralegu brú sem sómar sig vel á suðlægum stöðum EKKI á ISLANDI enda eru íslendingar bílaþjóð og mun alltaf verða.....“ segir í annarri tillögu. „Þegar gögn um væntanlega Borgarlínu eru skoðuð virðist áberandi lítið fjallað um kosti, galla og mögulegar úrbætur á núvarandi þjónustu strætó. Það er mjög lítið fjallað um til hvaða ráða á að grípa til að notkun á strætó verði raunverulegur valkostur,“ segir þriðja tillagan um borgarlínuna.
Borgarstjórn Viðreisn Reykjavík Bílastæði Rekstur hins opinbera Tjarnarbíó Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira