Leyfum flugvelli að blómstra á nýjum stað Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. skrifar 17. desember 2019 18:00 Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn. Í stað flugvallar getum við stefnt að þéttri og góðri byggð í Vatnsmýrinni sem gerir stórum hópi Reykvíkinga kleift að búa nær stærstu vinnustöðum borgarinnar. Uppbygging íbúða, verslunar og þjónustu í Vatnsmýri er afar mikilvæg fyrir borgarþróun, eins og við sjáum hana þróast allt í kring um okkur. Þarna mun rísa nýtt hverfi, sem mun gjörbreyta borginni. Vatnsmýrin er mjög dýrmætt byggingarland, ekki bara vegna þeirra lóða sem losna heldur einnig vegna þess hvað þétting byggðar mun spara íbúum tíma og peninga. Það þýðir að ferðatími þessa hóps verður mun styttri en ef ráðist yrði í uppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins og borgin teygð. Að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni er eitt stærsta hagsmunamál Reykjavíkur og Reykvíkinga sem við stöndum frammi fyrir. Flugvöllurinn tryggður, á meðan unnið er að könnun og uppbyggingu Hvassahrauns Samkomulagið sem við vorum að samþykkja felur í sér að bæði ríki og borg eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur og með fyrirvara um fjármögnun. Á næstu tveimur árum verður farið í veðurfarsrannsóknir, sem styðja við þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar. Reynist þær jákvæðar, líkt og allt útlit er fyrir, verði unnið skipulag, umhverfismat og frumhönnun flugvallar í Hvassahrauni.Borgarstjóri, sagði við undirritun samkomulagsins að hann bindi miklar vonir við að ekki verði fleiri nefndir um flugvallarmálið. Undir það vil ég taka, ég vona svo sannarlega að nú séum við komin á þann stað að við sjáum til lands. Það má ekki gerast að flutningur innanlandsflugs verði tafið með enn einni nefndinni þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir. Eins og Icelandair segir í viðauka skýrslunnar “Þetta má ekki verða enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk”. Slíkt yrði bara sóun á fjármunum og tíma. Nú hafa tvær nefndir sagt Hvassahraun vera vænlegasta kostinn og ganga þarf þann veg til enda.Í meirihlutasáttmála tókum við skýrt fram að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt meðan unnið væri að nýjum flugvelli í nágrenni borgarinnar. Við þetta höfum við staðið í okkar málflutningi og í okkar verkum. Í þessu samkomulagi við ríkið felst vilji Reykjavíkurborgar til að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur yfir. Mikilvægt er að hafa í hug að rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri hefur ekki verið tryggður umfram það. Og enn er í gildi samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra um að ráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi veðri fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.Á móti kemur traust okkar til þess að Ríkið muni standa við sitt, reynist niðurstöður rannsóknanna jákvæðar, með samningum um útfærslu og nánari tímasetningu þess að flugvöllurinn verði fluttur.Ef það reynist ekki veðurfarslega hagkvæmt að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun, þvert á væntingar allra, þarf að taka upp viðræður að nýju.Það þarf engum að dyljast að Viðreisn telur að þær viðræður eigi ekki snúast um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni Flugvöllur krefst þess að horft sé til næstu aldar í borgarþróun Við hér í meirihlutanum getum verið sammála um að ferlið mætti ganga hraðar fyrir sig og við myndum vilja betur sjá í land með flutning vallarins. En við skiljum líka vel að þarf að vanda til verka þegar tekið er til við jafn viðamikla og dýra uppbyggingu og á nýjum flugvelli. Slíkt hefur ekki alltaf verið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni var byggður án mikilla eða nákvæmra veðurfarsathugana þegar Bretar ákváðu að þar skyldi hann vera, eftir stutta reynslu Flugfélags Íslands í að lenda á túnum Eggerts Briem fyrir 100 árum, eins og fram kom í fróðlegri úttekt Vesturbæjarblaðsins nú í sumar. Þegar flugvallarmál komu aftur upp 1938, taldi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins það fráleitt að staðsetja flugvöll í hjarta bæjarins, enda væri algild regla að byggja flugvelli utan við eða alllangt frá byggðum svæðum. Telja líklega margir nú að þar hefði betur verið hlustað á Guðmund Ásbjörnsson, þó hann hefði mátt vera enn frekar stórhuga í fjarlægðum. Þar til Bretar hófu, án samráðs við ríki eða borg, eins og mótmæli Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors bera með sér, að byggja upp flugvöll á núverandi stað, hafði borgin til að mynda verið að skoða Kringlumýrina undir þessa starfsemi. Þessi litla söguskýring sýnir okkur að við verðum að horfa langt inn í framtíðina, hið minnsta á 50-100 ár, þegar varaflugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið er þróaður. Engir uppbyggingamöguleikar í Vatnsmýrinni Ekki er hægt að horfa fram hjá því, að nú þegar er farið að þrengjast að flugvellinum í Vatnsmýrinni. Uppbyggingarmöguleika hans eru engir. Uppbygging á Hlíðarenda er hafin. Hinum megin við flugvöllinn, í Skerjafirði, stendur yfir gerð deiluskipulags 1. áfanga, sem felur í sér byggingu 500-1.000 íbúða, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis.Rými í kringum Reykjavíkurflugvöll er af skornum skammti - því að þarna vill fólk búa og við erum jú, alltaf fyrst og fremst að hugsa um fólk. Því er mjög takmarkað rými fyrir uppbyggingu vallarins til að efla t.d. einka- og kennsluflug á svæðinu.Það eru líka hagsmunir flugsins að finna innanlandsflugi, einkaflugi og kennsluflugiheppilegri stað til uppbyggingar en hægt er að bjóða uppá í Vatnsmýrinni.Í skýrslunni um flugvallarkosti á SV horninu sem kom út í nóvember kemur fram að flugvöllum er hægt að loka af öðrum ástæðum en vegna veðurs. Það gæti t.d. gerst ef flugvél keyrir út af braut eða ef eldur kviknar í vél. Við þær aðstæður gæti komið sér vel að hafa hæfilega flugbraut hérna á suðvestur horninu til að lenda á. Slíkt er ekki fyrir hendi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.Við vitum öll að til þess að hann geti orðið heppilegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll þarf að lengja flugbrautir út í Skerjafjörð eða yfir Hringbrautina. Hvorugt er mjög líklegt til að verða að veruleika. Vonandi næst sátt um framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni Hugsa þarf uppbyggingu flugvallar til langs tíma og að flugvöllur mun þurfa pláss í kringum sig til að vaxa. Það pláss er ekki til staðar í Vatnsmýrinni. Hvassahraun, samkvæmt okkar helstu sérfræðingum, lítur hins vegar vel út. Tiltölulega nálægt höfuðborgarsvæðinu en líka nær Keflavíkurflugvelli fyrir þá sem eru að fljúga úr landi.Hraunið, sem kennt er við hvassar brúnir en ekki hvassviðri, lítur út fyrir að vera gott flugvallarstæði og vonandi verðum við komin með vissu um það eftir tvö ár.Þá á bara eftir að fara í mat á umhverfisáhrifum, undirbúa og hanna, og loks framkvæma, þar til draumurinn um nýjan flugvöll rætist loks.Vonandi verður þetta samkomulag til þess að sátt muni nást um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Fréttir af flugi Reykjavík Skipulag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Það er stefna Viðreisnar að finna miðstöð innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu nýjan stað. Það er því gleðilegt samkomulag sem borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag, sem felur í sér rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og er vonandi fyrsta skrefið í því að flytja flugvöllinn. Í stað flugvallar getum við stefnt að þéttri og góðri byggð í Vatnsmýrinni sem gerir stórum hópi Reykvíkinga kleift að búa nær stærstu vinnustöðum borgarinnar. Uppbygging íbúða, verslunar og þjónustu í Vatnsmýri er afar mikilvæg fyrir borgarþróun, eins og við sjáum hana þróast allt í kring um okkur. Þarna mun rísa nýtt hverfi, sem mun gjörbreyta borginni. Vatnsmýrin er mjög dýrmætt byggingarland, ekki bara vegna þeirra lóða sem losna heldur einnig vegna þess hvað þétting byggðar mun spara íbúum tíma og peninga. Það þýðir að ferðatími þessa hóps verður mun styttri en ef ráðist yrði í uppbyggingu í jaðri höfuðborgarsvæðisins og borgin teygð. Að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýrinni er eitt stærsta hagsmunamál Reykjavíkur og Reykvíkinga sem við stöndum frammi fyrir. Flugvöllurinn tryggður, á meðan unnið er að könnun og uppbyggingu Hvassahrauns Samkomulagið sem við vorum að samþykkja felur í sér að bæði ríki og borg eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur og með fyrirvara um fjármögnun. Á næstu tveimur árum verður farið í veðurfarsrannsóknir, sem styðja við þær rannsóknir sem þegar hafa verið gerðar. Reynist þær jákvæðar, líkt og allt útlit er fyrir, verði unnið skipulag, umhverfismat og frumhönnun flugvallar í Hvassahrauni.Borgarstjóri, sagði við undirritun samkomulagsins að hann bindi miklar vonir við að ekki verði fleiri nefndir um flugvallarmálið. Undir það vil ég taka, ég vona svo sannarlega að nú séum við komin á þann stað að við sjáum til lands. Það má ekki gerast að flutningur innanlandsflugs verði tafið með enn einni nefndinni þegar niðurstöður rannsóknanna liggja fyrir. Eins og Icelandair segir í viðauka skýrslunnar “Þetta má ekki verða enn ein skýrslan sem engu skilar um þennan mikilvæga málaflokk”. Slíkt yrði bara sóun á fjármunum og tíma. Nú hafa tvær nefndir sagt Hvassahraun vera vænlegasta kostinn og ganga þarf þann veg til enda.Í meirihlutasáttmála tókum við skýrt fram að rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar yrði tryggt meðan unnið væri að nýjum flugvelli í nágrenni borgarinnar. Við þetta höfum við staðið í okkar málflutningi og í okkar verkum. Í þessu samkomulagi við ríkið felst vilji Reykjavíkurborgar til að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningi og gerð nýs flugvallar stendur yfir. Mikilvægt er að hafa í hug að rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri hefur ekki verið tryggður umfram það. Og enn er í gildi samkomulag innanríkisráðherra og borgarstjóra um að ráðuneytið og Isavia hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi veðri fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.Á móti kemur traust okkar til þess að Ríkið muni standa við sitt, reynist niðurstöður rannsóknanna jákvæðar, með samningum um útfærslu og nánari tímasetningu þess að flugvöllurinn verði fluttur.Ef það reynist ekki veðurfarslega hagkvæmt að flytja Reykjavíkurflugvöll í Hvassahraun, þvert á væntingar allra, þarf að taka upp viðræður að nýju.Það þarf engum að dyljast að Viðreisn telur að þær viðræður eigi ekki snúast um áframhaldandi veru flugvallarins í Vatnsmýrinni Flugvöllur krefst þess að horft sé til næstu aldar í borgarþróun Við hér í meirihlutanum getum verið sammála um að ferlið mætti ganga hraðar fyrir sig og við myndum vilja betur sjá í land með flutning vallarins. En við skiljum líka vel að þarf að vanda til verka þegar tekið er til við jafn viðamikla og dýra uppbyggingu og á nýjum flugvelli. Slíkt hefur ekki alltaf verið. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni var byggður án mikilla eða nákvæmra veðurfarsathugana þegar Bretar ákváðu að þar skyldi hann vera, eftir stutta reynslu Flugfélags Íslands í að lenda á túnum Eggerts Briem fyrir 100 árum, eins og fram kom í fróðlegri úttekt Vesturbæjarblaðsins nú í sumar. Þegar flugvallarmál komu aftur upp 1938, taldi fulltrúi Sjálfstæðisflokksins það fráleitt að staðsetja flugvöll í hjarta bæjarins, enda væri algild regla að byggja flugvelli utan við eða alllangt frá byggðum svæðum. Telja líklega margir nú að þar hefði betur verið hlustað á Guðmund Ásbjörnsson, þó hann hefði mátt vera enn frekar stórhuga í fjarlægðum. Þar til Bretar hófu, án samráðs við ríki eða borg, eins og mótmæli Bjarna Benediktssonar og Ólafs Thors bera með sér, að byggja upp flugvöll á núverandi stað, hafði borgin til að mynda verið að skoða Kringlumýrina undir þessa starfsemi. Þessi litla söguskýring sýnir okkur að við verðum að horfa langt inn í framtíðina, hið minnsta á 50-100 ár, þegar varaflugvöllur fyrir höfuðborgarsvæðið er þróaður. Engir uppbyggingamöguleikar í Vatnsmýrinni Ekki er hægt að horfa fram hjá því, að nú þegar er farið að þrengjast að flugvellinum í Vatnsmýrinni. Uppbyggingarmöguleika hans eru engir. Uppbygging á Hlíðarenda er hafin. Hinum megin við flugvöllinn, í Skerjafirði, stendur yfir gerð deiluskipulags 1. áfanga, sem felur í sér byggingu 500-1.000 íbúða, auk skrifstofu- og verslunarhúsnæðis.Rými í kringum Reykjavíkurflugvöll er af skornum skammti - því að þarna vill fólk búa og við erum jú, alltaf fyrst og fremst að hugsa um fólk. Því er mjög takmarkað rými fyrir uppbyggingu vallarins til að efla t.d. einka- og kennsluflug á svæðinu.Það eru líka hagsmunir flugsins að finna innanlandsflugi, einkaflugi og kennsluflugiheppilegri stað til uppbyggingar en hægt er að bjóða uppá í Vatnsmýrinni.Í skýrslunni um flugvallarkosti á SV horninu sem kom út í nóvember kemur fram að flugvöllum er hægt að loka af öðrum ástæðum en vegna veðurs. Það gæti t.d. gerst ef flugvél keyrir út af braut eða ef eldur kviknar í vél. Við þær aðstæður gæti komið sér vel að hafa hæfilega flugbraut hérna á suðvestur horninu til að lenda á. Slíkt er ekki fyrir hendi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.Við vitum öll að til þess að hann geti orðið heppilegur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll þarf að lengja flugbrautir út í Skerjafjörð eða yfir Hringbrautina. Hvorugt er mjög líklegt til að verða að veruleika. Vonandi næst sátt um framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni Hugsa þarf uppbyggingu flugvallar til langs tíma og að flugvöllur mun þurfa pláss í kringum sig til að vaxa. Það pláss er ekki til staðar í Vatnsmýrinni. Hvassahraun, samkvæmt okkar helstu sérfræðingum, lítur hins vegar vel út. Tiltölulega nálægt höfuðborgarsvæðinu en líka nær Keflavíkurflugvelli fyrir þá sem eru að fljúga úr landi.Hraunið, sem kennt er við hvassar brúnir en ekki hvassviðri, lítur út fyrir að vera gott flugvallarstæði og vonandi verðum við komin með vissu um það eftir tvö ár.Þá á bara eftir að fara í mat á umhverfisáhrifum, undirbúa og hanna, og loks framkvæma, þar til draumurinn um nýjan flugvöll rætist loks.Vonandi verður þetta samkomulag til þess að sátt muni nást um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs á höfuðborgarsvæðinu.Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður borgarráðs.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun