Mannréttindaskrifstofan rær lífróður Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. nóvember 2019 06:15 Áslaug Arna Sigurbjö¶rnsdóttir, dómsmálaráðherra, mætir fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið. Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Íslands, MRSÍ, rær nú lífróður en í gær stefndi í að starfsmönnum hennar yrði sagt upp störfum, leigusamningi fyrir húsnæðið sagt upp og skrifstofunni lokað. Mannréttindaskrifstofan safnar meðal annars og varðveitir upplýsingar um stöðu mannréttinda á Íslandi og upplýsir og fræðir um mannréttindamál. Hún vinnur einnig svokallaðar skuggaskýrslur um mannréttindamál á Íslandi og sendir til alþjóðlegra eftirlitsaðila á borð við mannréttindanefndir Sameinuðu þjóðanna. Óvissa hefur verið um framtíð MRSÍ á undanförnum árum. Skrifstofan hefur sinnt hlutverki sambærilegu þeim sem sjálfstæðum mannréttindastofnunum ríkja eru falin. Um nokkurra ára skeið hefur staðið til að koma slíkri stofnun á laggirnar hér á landi ekki síst vegna ítrekaðra tilmæla fjölda alþjóðlegra eftirlitsnefnda. Hefur MRSÍ hvatt til þess á undanförnum árum að slík stofnun verði sett á fót og hafa þingmál þess efnis verið boðuð á þingmálaskrám dómsmálaráðherra en ekki enn orðið að veruleika. „Til mín var leitað af stjórninni ekki fyrir löngu og ég er vongóð um að það finnist fjármagn til að tryggja reksturinn nú fyrir 2. umræðu fjárlaga,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Heimildir Fréttablaðsins herma að stjórn skrifstofunnar hafi átt fundi með ráðherra og lagt áherslu á að ríkið tryggi grunnrekstur hennar þar til boðuð mannréttindastofnun verður að veruleika. Mun stofnunin þurfa fé fyrir minnst þremur stöðugildum og rekstri húsnæðis. Fjárhagsstaða MRSÍ hefur versnað mjög á undanförnum misserum en óvissa um framtíðina hefur gert skrifstofunni erfitt að afla tekna til dæmis með þátttöku í langtímaverkefnum. Þær tekjur sem skrifstofan hefur haft frá ráðuneytum hafa heldur ekki þróast með verðlags- og launaþróun. MRSÍ sinnir sérverkefnum fyrir nokkur ráðuneyti, til dæmis ráðgjöf til innflytjenda fyrir félagsmálaráðuneytið.
Birtist í Fréttablaðinu Mannréttindi Stjórnsýsla Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira