Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Agnar Már Másson skrifar 16. október 2025 11:32 Hlustandi Bylgjunnar hringdi líkir ástandinu við stríðsástand. Framkvæmdastjóri hjá Landspítalanum líkir ástandinu við bakflæði. Gríðarlegt álag hefur myndast á bráðamóttökunni síðustu daga þar sem ekki tekst að útskrifa fólk af öðrum deildum, að sögn framkvæmdastjóra hjá Landspítalanum sem líkir vandanum við bakflæði. Hann segir að nýtingin á bráðamóttökunni nemi 150 prósentum að meðaltali, og stundum 190 prósentum, en þá manna tveir sjúklingar nánast hvert pláss. „Þetta er eins og stríðsástand,“ lýsti hlustandi Bylgjunnar, Gunna að nafni, ástandinu á bráðamóttökunni þegar hún hringdi inn í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Hún hafði þurft að sækja bráðamóttökuna með dóttur sinni daginn áður. „Hún var troðin biðstofan, það voru hjón greinilega með hjartavandamál, þarna stendur læknirinn inni í öllum hópnum að tala um hennar veikindi fyrir framan alla,“ bætti hlustandinn við. Í framhaldi af þessu sendi Landspítalinn út fréttatilkynningu í gær um að mikið álag væri á deildum sem bitnaði einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda gætu búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað. Biðst afsökunar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu, ræddi ástandið á bráðamóttökunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann kannast vel við þessar lýsingar af langri bið eftir aðstoð á bráðamóttökunni. „Maður finnur til með fólki sem lendir í þessu,“ segir hann og nefnir fyrrnefnt viðtali í gær, miðvikudag, að hún hafi þurft að bíða í fjóra tíma eftir aðstoð á bráðamóttökunni, „sem maður verður hreinlega að biðjast afsökunar á,“ bætir Rafn við. Bakflæði og brjóstsviði Aðalvandamálið er að sögn Rafns talið vera erfiðleikar við að útskrifa sjúklinga af öðrum deildum spítalans þegar læknisfræðilegri meðferð er lokið. „Og það veldur þá í raun og veru svona bakflæði, og svo brjóstsviða, á bráðamóttökunni,“ segir hann, „þar sem að það í raun og veru stíflast allt frá útgöngudyrunum og síðan alveg alla leið inn að forstofunni hjá okkur á bráðamóttökunni.“ Það er mjög löng og flókin saga um hvernig ástandið og þessi staða kom upp en Rafn vísar til aðbúnaðar og aðstöðu fyrir eldri sjúklinga sem búið er að sinna á Landspítalanum. En hvernig stendur þá á því að maður þurfi að bíða klukkustundir til að láta sauma á sér hausinn á bráðamóttökunni vegna þess að sjúklingar á annarri deild eru ekki að útskrifast nógu hratt? Rafn svarar að það sé aðallega vegna þess að húsnæðið sé of lítið. Það muni þó breytast með tilkomu nýja Landspítalans, sem eigi að „koma með vorskipinu.“ Rafn segir að nýtingin á bráðamóttökunni sé að meðaltali 150% og fari stundum upp í 180-190%.Vísir/Vilhelm Rafn tekur samt fram að þeir sem þurfi á einfaldari þjónustu að halda þurfi ekki að bíða lengi — miðgildið sé fjögurra tíma þjónustutími — heldur bitni ástandið mest á þeim sem þurfa meiri þjónustu eða þurfa beinlínis að vera lagðir inn. „Þá er engin aðstaða, eins og staðan er núna, til þess að fólk geti beðið afsíðis. Jafnvel erfitt að geta fengið næði svo maður geti lokað sig af til þess að ræða við fólk og skoðað það. Og þetta er auðvitað algjörlega óviðunandi í raun og veru.“ 150 prósenta nýting Framkvæmdastjórinn segir að nýtingin á bráðamóttökunni sé að meðaltali 150% og fari stundum upp í 180-190%. „Það er að segja, í hverju plássi eru þá tveir einstaklingar,“ segir hann. „Og við getum auðvitað ekki sagt þeim öllum að bíða úti á plani. Þannig að einhvers staðar verður að bíða og við erum hreinlega í vandræðum með þetta húsnæði.“ En Rafn bendir á frekari orsakir þessa vanda, til dæmis fráflæðisvandann „sem er ömurlegt hugtak“ en með því á hann við að plássum utan spítalans (t.d. á hjúkrunarheimilum) hafi fækkað miðað við höfðatölu, sem geri það erfitt að útskrifa eldri sjúklinga sem þurfi áframhaldandi umönnun. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda gætu búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað. Í dag og í gær hafi erlendir ráðgjafar verið kallaðir til til að fara yfir ferla, svo starfsfólk spítalans verði ekki samdauna ástandinu. Það sé „alveg klárt mál“ að ferlarnir gætu verið í einhverju ólagi. Hann segir að það séu um hundrað rými á bráðamóttökunni en þangað leiti um 200 manns á dag núna. „Síðustu tvær vikur hafa verið svolítið erfiðar,“ segir hann. „Þess vegna hefur það verið núna í gær og í fyrradag, að það er stundum bara mjög erfitt að að fóta sig í raun og veru.“ Þá séu dæmi um að fólk fari gjarnan á gjörgæsluna þó að það þurfi þess ekki endilega en hann bendir á að símaþjónustan 1700 hafi hjálpað mikið við að beina fólki á réttan stað í heilbrigðiskerfinu og fækka óþarfa komum á bráðamóttöku. Góðu fréttirnar eru þó þær að ekki er lengur mannekla á bráðamóttökunni, að sögn Rafns. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira
„Þetta er eins og stríðsástand,“ lýsti hlustandi Bylgjunnar, Gunna að nafni, ástandinu á bráðamóttökunni þegar hún hringdi inn í Bítið á Bylgjunni í gærmorgun. Hún hafði þurft að sækja bráðamóttökuna með dóttur sinni daginn áður. „Hún var troðin biðstofan, það voru hjón greinilega með hjartavandamál, þarna stendur læknirinn inni í öllum hópnum að tala um hennar veikindi fyrir framan alla,“ bætti hlustandinn við. Í framhaldi af þessu sendi Landspítalinn út fréttatilkynningu í gær um að mikið álag væri á deildum sem bitnaði einna helst á bráðamóttökunni í Fossvogi. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda gætu búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað. Biðst afsökunar Rafn Benediktsson, framkvæmdastjóri bráða-, lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu, ræddi ástandið á bráðamóttökunni í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann kannast vel við þessar lýsingar af langri bið eftir aðstoð á bráðamóttökunni. „Maður finnur til með fólki sem lendir í þessu,“ segir hann og nefnir fyrrnefnt viðtali í gær, miðvikudag, að hún hafi þurft að bíða í fjóra tíma eftir aðstoð á bráðamóttökunni, „sem maður verður hreinlega að biðjast afsökunar á,“ bætir Rafn við. Bakflæði og brjóstsviði Aðalvandamálið er að sögn Rafns talið vera erfiðleikar við að útskrifa sjúklinga af öðrum deildum spítalans þegar læknisfræðilegri meðferð er lokið. „Og það veldur þá í raun og veru svona bakflæði, og svo brjóstsviða, á bráðamóttökunni,“ segir hann, „þar sem að það í raun og veru stíflast allt frá útgöngudyrunum og síðan alveg alla leið inn að forstofunni hjá okkur á bráðamóttökunni.“ Það er mjög löng og flókin saga um hvernig ástandið og þessi staða kom upp en Rafn vísar til aðbúnaðar og aðstöðu fyrir eldri sjúklinga sem búið er að sinna á Landspítalanum. En hvernig stendur þá á því að maður þurfi að bíða klukkustundir til að láta sauma á sér hausinn á bráðamóttökunni vegna þess að sjúklingar á annarri deild eru ekki að útskrifast nógu hratt? Rafn svarar að það sé aðallega vegna þess að húsnæðið sé of lítið. Það muni þó breytast með tilkomu nýja Landspítalans, sem eigi að „koma með vorskipinu.“ Rafn segir að nýtingin á bráðamóttökunni sé að meðaltali 150% og fari stundum upp í 180-190%.Vísir/Vilhelm Rafn tekur samt fram að þeir sem þurfi á einfaldari þjónustu að halda þurfi ekki að bíða lengi — miðgildið sé fjögurra tíma þjónustutími — heldur bitni ástandið mest á þeim sem þurfa meiri þjónustu eða þurfa beinlínis að vera lagðir inn. „Þá er engin aðstaða, eins og staðan er núna, til þess að fólk geti beðið afsíðis. Jafnvel erfitt að geta fengið næði svo maður geti lokað sig af til þess að ræða við fólk og skoðað það. Og þetta er auðvitað algjörlega óviðunandi í raun og veru.“ 150 prósenta nýting Framkvæmdastjórinn segir að nýtingin á bráðamóttökunni sé að meðaltali 150% og fari stundum upp í 180-190%. „Það er að segja, í hverju plássi eru þá tveir einstaklingar,“ segir hann. „Og við getum auðvitað ekki sagt þeim öllum að bíða úti á plani. Þannig að einhvers staðar verður að bíða og við erum hreinlega í vandræðum með þetta húsnæði.“ En Rafn bendir á frekari orsakir þessa vanda, til dæmis fráflæðisvandann „sem er ömurlegt hugtak“ en með því á hann við að plássum utan spítalans (t.d. á hjúkrunarheimilum) hafi fækkað miðað við höfðatölu, sem geri það erfitt að útskrifa eldri sjúklinga sem þurfi áframhaldandi umönnun. Fólk sem leitar á bráðamóttökuna í Fossvogi vegna vægari slysa eða veikinda gætu búist við langri bið eftir þjónustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað. Í dag og í gær hafi erlendir ráðgjafar verið kallaðir til til að fara yfir ferla, svo starfsfólk spítalans verði ekki samdauna ástandinu. Það sé „alveg klárt mál“ að ferlarnir gætu verið í einhverju ólagi. Hann segir að það séu um hundrað rými á bráðamóttökunni en þangað leiti um 200 manns á dag núna. „Síðustu tvær vikur hafa verið svolítið erfiðar,“ segir hann. „Þess vegna hefur það verið núna í gær og í fyrradag, að það er stundum bara mjög erfitt að að fóta sig í raun og veru.“ Þá séu dæmi um að fólk fari gjarnan á gjörgæsluna þó að það þurfi þess ekki endilega en hann bendir á að símaþjónustan 1700 hafi hjálpað mikið við að beina fólki á réttan stað í heilbrigðiskerfinu og fækka óþarfa komum á bráðamóttöku. Góðu fréttirnar eru þó þær að ekki er lengur mannekla á bráðamóttökunni, að sögn Rafns.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsa Heilsugæsla Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Sjá meira