Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. október 2025 07:44 Andrés, Giuffre og Ghislaine Maxwell. Epstein tók myndina. Virginia Roberts Giuffre heitin, sem lést fyrr á árinu, lýsir því í nýrri bók hvernig það kom til að hún festist í vef athafna- og kynferðisbrotamannsins Jeffrey Epstein. Þá greinir hún frá kynnum sínum af Andrési Bretaprins og brotum hans gegn henni. Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira
Guardian hefur birt valda kafla úr bókinni, þar sem Giuffre lýsir því meðal annars hvernig hún vakti athygli Ghislaine Maxwell, vinkonu og samstarfsmanns Epstein, þegar hún starfaði á Mar-a-Lago í Flórída. Giuffre fékk starfið í gegnum föður sinn, sem kynnti hana fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem á Mar-a-Lago. Giuffre ber Trump vel söguna en aðra sögu er að segja um Maxwell og Epstein. Giuffre var ráðin til að nudda Epstein og greinir frá því hvernig hún var strax neydd til að stunda kynlíf með honum og Maxwell. Þá segir hún parið smám saman hafa brotið niður varnir hennar, með því að gefa í skyn að hún væri að gera mikið úr málum í hvert sinn sem hún hikaði. Að sögn Giuffre notaði Epstein meðal annars hótanir gegn fjölskyldu hennar til að fá hana til að stunda kynlíf með samstarfsmönnum hans. Meðal þeirra hafi verið milljarðamæringar og margir sérfræðingar úr háskólasamfélaginu. Hún nafngreinir þá þó ekki. Var greitt fyrir kynlíf með „Andy“ Giuffre lýsir deginum þegar hún hitti Andrés Bretaprins í fyrsta sinn og segir Maxwell hafa vakið sig með syngjandi röddu; framundan væri sérstakur dagur. Hún, eins og Öskubuska, ætti að hitta myndarlegan prins. Eftir verslunarleiðangur með Maxwell var Giuffre kynnt fyrir prinsinum á heimili fyrrnefndu í Lundúnun. Það var við það tilefni sem margfræg mynd var tekin af þeim saman að beiðni Giuffre, sem langaði að eiga mynd til að sýna móður sinni. Eftir kvöldverð á veitingastað og stopp á bar var haldið aftur heim til Maxwell, þar sem Giuffre fékk þau skilaboð að hún ætti að „þjónusta“ prinsinn. Andy, eins og hún kallaði hann, var vinalegur en bar það samt með sér að hann upplifði að hann ætti heimtingu á kynlífi með Giuffre, segir hún. Þau fóru saman í bað en það stóð stutt þar sem prinsinn virtist áfjáður í kynlíf. Giuffre lýsir því hvernig hann gældi við tærnar á henni og sleikti á henni ristarnar. Að kynlífinu loknu þakkaði prinsinn fyrir sig. Morguninn eftir tilkynnti Maxwell að Giuffre hefði staðið sig vel; prinsinn hefði skemmt sér vel með henni. Epstein greiddi henni 15 þúsund dollara fyrir „greiðann“. Vert er að geta að Giuffre var 17 ára og þar með undir lögaldri þegar þetta gerðist. Samkvæmt bókinni stundaði Giuffre kynlíf með prinsinum í tvö skipti í viðbót en í síðasta skiptið var um að ræða hópkynlíf með „Andy“, Epstein og um það bil átta öðrum stúlkum, sem hún sagði allar hafa litið út fyrir að vera undir 18 ára. Jean-Luc Brunel, umboðsmaður fyrirsæta, hafi verið viðstaddur og „útvegað“ hinar stúlkurnar. Bók Giuffre, sem ber heitið Nobody's Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice, mun vafalítið valda titringi meðal vina og kunningja Epstein. Þá vekur hún spurningar um framtíð Andrésar innan konungsfjölskyldunnar. Hún varpar einnig skýrara ljósi á aðkomu Maxwell að brotum Epstein en hún afplánar nú dóm vegna þessa. Maxwell hefur biðlað til bandarískra stjórnvalda um miskunn og var á dögunum færð í „þægilegra“ fangelsi eftir fund með aðstoðardómsmálaráðherra Trump, Todd Blanche. Hér má finna umfjöllun Guardian.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Sjá meira