Innlent

Skoðar að til­kynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni vill skoða að tilkynna samninga borgarinnar við olíufélögin um fækkun bensínstöðva til ESA. Skýrsla innri endurskoðunar um samningana var birt í dag og segir oddvitinn mörgum spurningum enn ósvarað. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Dæmi eru um að tugir milljóna hafi verið hafðir af eldra fólki en fjárhagslegt ofbeldi gegn hópnum fer vaxandi. Erfitt getur reynst að stöðva ofbeldið þar sem úrræði skortir.

Tólf ára hreyfihamlaður drengur hefur öðlast nýtt líf eftir að fjölskylda hans festi kaup á rafmagnsfjórhjóli. Hann getur nú slegist í för með vinum sínum og brunað um holt og hæðir. Faðir hans segist langþreyttur á áralangri baráttu við Sjúkratryggingar Íslands.

Gervigreind sem verndar auðkenni fólks frá óprúttnum aðilum er prufukeyrð þessa dagana hér á landi. Íslenskt hugvit sér til þess að hægt sé að vernda fólk fyrir því að andlit þeirra sé nýtt í gervigreindarmyndböndum.

Færeyingurinn Gunnar Vatnhamar hefur náð sögulegum árangri með landsliði sínu og er Íslandsmeistari með Víkingi. Við heyrum í Gunnari í kvöldfréttunum.

Í Íslandi í dag hittum við Albert Eiríksson lífskúnstner og matgæðing, sem var að gefa út matreiðslubók. Í stað þess að bjóða í útgáfuteiti býður Albert öllum sem vilja heim í kaffi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×