Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 15. október 2025 23:00 Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigend og Annar Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. vísir/sigurjón Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna. Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna hafa skorað á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi eftir að fjögurra mánaða kínverskur faxhundur slapp af svæðinu með þeim afleiðingum að hann drapst. Hundurinn skelfdist vegna hunds sem var töluvert stærri og tók á rás fram hjá girðingu á svæðinu sem girðir í raun lítið af. Þegar á bílastæðið var komið hélt hann áfram í átt að Miklubraut þar sem hann varð fyrir bíl. Dýrfinna segja þetta alls ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað. „Við vitum af því að frá síðan 2002 sirka hafa verið um ellefu hundar sem drepast. Það eru bara tilfelli sem við vitum af, bara af því að heyra af því. Ég get lofað ykkur að þau eru fleiri,“ segir Anna Margrét Áslaugardóttir, formaður Dýrfinnu. „Það getur orðið banaslys“ Að þeirra mati er það óábyrgt að bjóða upp á lausagöngu hunda án þess að girða svæðið nægilega vel. „Það væri náttúrulega í raun og veru best að fá hérna girðingu með tvöföldu hliði og bílastæðum hinum megin við girðinguna svo að skelfdir hundar eru ekki að æða upp Ártúnsbrekku. Ef að þetta hundsvæði á að vera hérna áfram, bara þó það sé í mánuð í viðbót. Við þurfum eitthvað,“ bætir Anna við. Þá ítreka þær að málið geti einnig haft hræðilegar afleiðingar í för með sér fyrir ökumenn. „Þetta er ekki bara hundurinn sem er í hættu. Ef fólk nauðhemlar hérna. Þetta er nógu hættulegur staður fyrir. Það getur orðið banaslys,“ sagði Freyja Kjartansdóttir, formaður Félags ábyrgra hundaeigenda og stjórnarformaður í Dýrfinnu. „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ „Nei alls ekki, fólk borgar hundagjald og mér finnst þetta bara léleg þjónusta,“ sagði Björg Loftsdóttir, fastagestur á Geirsnefi, spurð hvort henni finnist Reykjavíkurborg gera nóg fyrir svæðið. Hefur þú oft áhyggjur af öryggi hunda þinna? „Já, það er mjög stutt síðan að minn litli var næstum farinn út á götu. Hann var það ungur að það var mjög erfitt að kalla í hann. Það bjargaðist því það var eitthvað fólk á vappi fyrir einhverja rælni,“ sagði Ásthildur Björgvinsdóttir, annar fastagestur á Geirsnefi. Eigendur hundsins sem drapst séu í áfalli. „Þau syrgja þennan hvolp. Þetta er náttúrulega bara í rauninni gífurlegt áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann,“ segir Anna.
Dýr Reykjavík Skipulag Hundar Gæludýr Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira