Trump fluttur til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 08:02 Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Innlent Fleiri fréttir Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Sjá meira