Hvað með fyrstu kaupendur? Bergþóra Baldursdóttir skrifar 18. október 2019 11:02 Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Húsnæðismál Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Verð lítilla íbúða hefur hækkað umtalsvert hraðar en laun ungs fólks á undanförnum árum. Þessum verðhækkunum hefur auk þess fylgt hækkun á leiguverði, sem gerir þeim leigjendum sem vilja kaupa sér íbúð enn erfiðara um vik að spara fyrir útborgun. Það hefur alltaf verið erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið, en fyrir má nú vera.Helmingur nýtir sér úrræði stjórnvalda Frá aldamótum hefur raunverð minni eigna hækkað um 93% en ráðstöfunartekjur ungs fólks einungis um 15% og hefur munurinn aldrei á því tímabili verið meiri en einmitt nú. Stjórnvöld hafa þó ekki setið hjá aðgerðalaus. Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á lán og til fyrstu kaupa hefur vissulega hjálpað mörgum og um 55% þeirra sem keypt hafa sína fyrstu íbúð undanfarin 5 ár hafa nýtt sér úrræðið. Hins vegar eru upphæðirnar tiltölulega lágar að meðaltali. Á tímabilinu hefur 1,7 milljörðum króna verið ráðstafað með þessum hætti til útborgunar í kaup á íbúð, eða um 210.000 krónum að meðaltali á mann. Öðrum ríflega 2 milljörðum verið ráðstafað inn á húsnæðislán fyrstu kaupenda, eða um 9.000 krónum að meðaltali á mánuði á hvern kaupanda. Að hámarki gefur heimildin þó færi á að ráðstafa 42.000 krónum á mánuði inn á lán en til þess þarf einstaklingur að þéna um 700.000 krónur á mánuði. Fjölmargir fyrstu kaupendur eru með talsvert lægri tekjur og hafa því ekki færi á að fullnýta þessa heimild.Fyrstu kaupendum hefur fjölgað Nú er svo komi að um fjórðungur allra fasteignakaupenda eru að kaupa sína fyrstu eign og hefur þetta hlutfall ekki verið hærra um árabil. Margir þættir gætu spilað þar inn í en líklega hefur úrræðið stytt þann tíma sem tekur að spara fyrir íbúðarkaupum og þannig hjálpað hluta fyrstu kaupenda inn á markaðinn. Því má þó ekki gleyma að úrræði sem hafa eftirspurnarhvetjandi áhrif á markaðinn geta að öðru óbreyttu leitt til hækkunar íbúðaverðs. Það skildi þó aldrei vera að hluta þeirrar verðhækkunar sem gert hefur fyrstu kaupendum svo erfitt um vik sé hægt að rekja til sértækrar aðstoðar hins opinbera við þennan sama hóp? En tölurnar tala þó sínu máli. Meira er um að fólk sé að kaupa sínar fyrstu eignir þessa dagana og það hlýtur að teljast jákvætt. Við viljum að sjálfsögðu að hér á landi hafi fólk raunverulega valkosti varðandi búsetu, en því miður hefur of margt ungt fólk ílengst á leigumarkaði þrátt fyrir að vilja helst eiga fasteign.Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun