Að pússa annan skóinn á meðan migið er í hinn Björn Hákon Sveinsson skrifar 2. október 2019 11:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Framsóknarflokksins hefur haft gaman að því síðustu daga að stilla gagnrýni minni á samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins upp sem andstæðum pól við þá sem hrópa hvað hæst „aðför, aðför“ þegar leggja á fjármagn í eitthvað annað en samgöngumannvirki fyrir fólk sem keyrir að jafnaði eitt í fyrirferða miklum bílum.Andstæður póll við þá sem vilja ekki sjá neitt annað en einkabílinn væri að útrýma einkabílnum af götunum og ef Sigurður Ingi hefur skilið gagnrýni mína þannig, þá hefur hann hreinlega ekki skilið hana. Hver sá sem segir að möguleikar mismunandi ferðamáta séu jafnir í dag kýs einfaldlega ekki að sjá þá skekkju sem er í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Á næstu 15 árum er stefnan að setja jafn mikið fjármagn í hraðbrautarskipulag fyrir einkabílinn annars vegar, og alla aðra samgöngumáta hins vegar. Þetta kallast að viðhalda áratugalangri skekkju. Hver veit, ef nánast allt samgöngufjármagn síðustu 60 ára hefði farið í sérakreinar Strætó og hjóla- og göngustíga væri ég kannski að berjast fyrir jafnræði í hina áttina. Væri mögulega heiðursmeðlimur í FÍB. En af hverju að gagnrýna samgöngusáttmála sem inniheldur meiri framkvæmdir í þágu almenningssamgangna en nokkru sinni áður? Einfaldlega vegna þess að við þurfum að minnka umferð. Vegna heilsufarsáhrifa, áhrifa á nær- og fjærumhverfið auk þess sem Ísland hefur beinlínis skuldbundið sig til þess með Parísarsáttmálanum og mun að öllum líkindum sæta háum sektum ef við náum ekki settum markmiðum um minnkun í útblæstri gróðurhúsalofttegunda. Margt í samgöngusáttmálanum vinnur að þessum markmiðum og það mjög vel. Borgarlína mun auka valmöguleika fólks í almenningssamgöngum, hjóla- og göngustígar munu einnig gera það. En, að ætla að bjóða einni bíl-háðustu þjóð í heimi upp á að það verði auðveldara að keyra allra sinna ferða mun að öllum líkindum gera það að verkum að aðrir samgöngumátar verða síður nýttir. Fjöldi nýrra einstaklinga koma út í umferðina á hverju ári á höfuðborgarsvæðinu, bæði vegna aldurs og flutninga hingað. Hvaða samgöngumáta munu þeir kjósa þegar þeir sjá breikkandi vegi, mislæg gatnamót, stokka og fleira verða að veruleika? Tafirnar sem fólk upplifir í dag verða enn verri að 15 árum liðnum ef allir kjósa bílinn. Með hverjum ökumanni, sem sér kost sinn vænstan í því að hætta, eða byrja ekki, að aka og nota í staðin almenningssamgöngur, ganga eða hjóla ‑ skilur það eftir meira pláss fyrir þau sem vilja, eða þurfa nauðsynlega, að nota einkabíl. Ég vona, og endurtek að ég vona innilega, að þetta gangi allt saman upp og mikill fjöldi fólks muni kjósa að nýta nýja möguleika í samgöngum. Ég er hins vegar smeykur um að á meðan við pússum annan skóinn og mígum í hinn, þá muni fjárfesting upp á rúmlega 60 milljarða ekki skila sér í góðri nýtingu. Ég vil að lokum óska öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins innilega til hamingju með fjármögnun stórs hluta Borgarlínu á næstu 15 árum og betri tengingu hjóla- og göngustíga. Við getum þakkað stjórnmálafólkinu sem vann að þessu kærlega fyrir þann hluta samningsins. Með betri innviðum, þjónustu og þ.a.l. nýtingu getum við auðveldað þeim sem þurfa að nýta sér einkabílinn að komast sinna leiða án umferðarteppa.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun