Veður geti haft mikil áhrif á gigtarsjúklinga Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. september 2019 07:00 Haustlægðirnar gætu haft áhrif á gigtarsjúklinga. Fréttablaðið/Anton Brink Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Þjóðfræðingurinn Eiríkur Valdimarsson segir veðurfar geta haft mikil áhrif á ýmsa sjúkdóma. Vel þekkt sé að dýr hagi sér á ákveðinn hátt áður en slæm veður skella á. Hestar raði sér til að mynda upp á sérstakan hátt, forystukindur fari ekki út úr húsi og mýs grafi holur sínar í skjóli. „Við erum líka dýr og lútum náttúrunni, þó svo við teljum okkur trú um eitthvað annað í huganum,“ segir Eiríkur. Hann segir gigtina mikilvæga í gömlum heimildum og alþýðlegum veðurspám því gigtveikt fólk hafi farið að kvarta áður en slæm veður skullu á. Slitgigt hafi verið mjög algeng á þeim öldum sem Íslendingar hafi stritað dægrin löng. „Í bók Jónasar frá Hrafnagili, Íslenskir þjóðhættir, stendur að ískrað hafi í gigt gamla fólksins á undan vondum veðrum.“Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur. Mynd/aðsendEiríkur, sem starfar hjá Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Hólmavík, rannsakaði sjálfur orsakatengsl veðurs og gigtar sem hluta af MA-verkefni sínu árið 2010. Aðalkveikjan að því að Eiríkur fór að skoða þessi mál var heimsókn til stuðningshóps vefjagigtarsjúkra, hjá Gigtarfélagi Íslands. „Þarna voru 20 manns á öllum aldri og ég fann að þessi hópur fær ekki mikinn skilning í þjóðfélaginu,“ segir Eiríkur. Hafa þessi tengsl helst verið sett í samhengi við breytingu á loftþrýstingi. „Ég hef rætt við veðurfræðinga sem hafa litla trú á þessu og sögðu að ef loftþrýstingur gæti haft svo mikil áhrif á gigtarsjúklinga ættu þeir að vera sárþjáðir við að keyra yfir Hellisheiðina,“ segir Eiríkur.Arnór Víkingsson gigtarlæknirGigt er ekki eini sjúkdómurinn eða kvillinn sem er undir samkvæmt Eiríki, heldur til dæmis tannpína, höfuðverkir, botnlangaköst og þunglyndi. „Það sem varðar andlegu hliðina er eitthvað sem við getum öll tengt við. Sem dæmi hef ég heyrt að kennarar finni að nemendur verða niðurlútir og lítið áhugasamir áður en slæm veður skella á.“ Arnór Víkingsson, gigtarlæknir á Landspítalanum, segir að þær rannsóknir sem gerðar hafa verið, til dæmis í Hollandi, séu ófullnægjandi og sýni misvísandi niðurstöður. Ábyggilegt sé hins vegar að veðurbreytingar hafi áhrif á ákveðinn hluta gigtarsjúklinga. „Það er erfitt að negla niður lífeðlisfræðilegar skýringar á þessu og þetta er mjög einstaklingsbundið,“ segir Arnór. „Ég tel að veðrabreytingin sjálf skipti mestu og hún kemur gjarnan samfara loftþrýstingsbreytingu.“ Nefnir hann einnig hitastigið og þess vegna velji margir sjúklingar að fara í heit eða köld böð, og hafa gert árþúsundum saman. Einnig gæti rakamettun lofts skipt máli. Um fimmtungur þjóðarinnar þjáist af gigt af einhverri tegund en Arnór segir að þeir sem eru með útbreidda og verkjamikla gigt séu næmari fyrir veðurbreytingum. 60 til 80 prósent af til dæmis slit- og vefjagigtar sjúklingum séu næm.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Veður Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent