Níu milljón stundir Hildur Björnsdóttir skrifar 9. september 2019 07:00 Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár verður tæplega níu milljónum klukkustunda sóað í umferðartafir innan höfuðborgarinnar. Umferðartafir á annatíma hafa aukist um nærri 50 prósent á örfáum árum. Þetta sýna niðurstöður umferðarlíkans VSÓ og nýlegar mælingar Vegagerðarinnar. Þessar tafir samsvara um 40 klukkustundum – eða heilli vinnuviku – á hvern höfuðborgarbúa árlega. Það eru váleg tíðindi. Samtök iðnaðarins telja mikla hagkvæmni felast í minni umferðartöfum. Minnki tafir um 15 prósent megi ná fram 80 milljarða króna ábata fyrir fólk og fyrirtæki á einungis fáum árum. Þá eru ótalin þau auknu lífsgæði sem felast í greiðum samgöngum. Samgönguráðherra hefur sagt breyttar ferðavenjur vera lykilinn að lausn samgönguvandans. Undirrituð tekur í sama streng. Borgarbúum verða að bjóðast fleiri góðir samgöngukostir. Gera þarf fleirum kleift að ferðast án bíls – enda ljóst að fleiri bílum fylgja meiri tafir. Samfylkingin hefur um árabil boðað byltingu í breyttum ferðavenjum. Ár eftir ár er lofað árangri í samgöngumálum. Niðurstöður nýlegrar ferðavenjukönnunar skjóta því skökku við. Um 79 prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu eru nú farnar á bíl. Það er aukning um fjögur prósentustig á örfáum árum. Samhliða hafa viðhorf til almenningssamgangna, gangandi og hjólandi versnað til muna. Núverandi meirihluta hefur ekki tekist að auka hlut almenningssamgangna í borginni. Þvert á móti hefur bílum fjölgað meira en fólki síðustu ár – þvert á yfirlýst markmið um annað. Ferðavenjur hafa ekki breyst og Reykjavíkurborg er enn á ný eftirbátur annarra borga í samgöngumálum. Við verðum að fjárfesta í samgöngubótum fyrir fjölbreyttar samgöngur, annað er óhagkvæm og óarðbær meðferð almannafjár. Borgarbúum verður að bjóðast raunverulegt val um ferðamáta. Þetta val mun ekki bjóðast fyrr en ráðist hefur verið í stórsókn í almenningssamgöngum, borgarskipulagið leiðrétt og aðstæður fyrir gangandi og hjólandi bættar. Þá fyrst sjáum við árangur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun