Förum bjartsýn inn í leikina Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. ágúst 2019 17:30 Jón Þór var bjartsýnn þegar landsliðshópurinn fyrir næsta verkefni var tilkynntur í gær. Fréttablaðið/Ernir Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Þetta verða fyrstu leikir Íslands í undankeppninni og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli og á sama tíma fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeffs. Þá eru þetta fyrstu leikir liðsins á heimavelli eftir að Jón Þór og Ian tóku við liðinu af Frey Alexanderssyni síðasta haust. Ísland hefur leik gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 29. ágúst og verður það í sjötta sinn sem liðin mætast. Til þessa hefur Ísland unnið alla fimm leikina, skorað sautján mörk og aðeins fengið á sig tvö, annað þeirra þegar liðin mættust síðast árið 2013 og Ísland vann 4-1 sigur. Fjórum dögum síðar tekur Ísland á móti Slóvakíu og er það þriðja viðureign liðanna, til þessa hefur Ísland unnið báða leikina og skorað sex mörk gegn aðeins einu. Íslenska kvennalandsliðið er að reyna að komast inn í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. „Það er alltaf pressa á okkur að vinna heimaleikina, við ætlum okkur í lokakeppnina og það segir sig sjálft að við þurfum að vera dugleg að byrja riðilinn vel og gera vel á heimavelli í þessari undankeppni.“ Tvær breytingar eru á landsliðshópnum á milli leikja, Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Kristianstad, kemur aftur inn í hópinn, eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla, á kostnað Söndru Maríu Jessen, leikmanns Bayer Leverkusen. Þá kemur Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er ólétt og gefur því ekki kost á sér. Cecilía sem fagnaði sextán ára afmæli sínu á dögunum hefur verið í U17 ára liði Íslands undanfarin ár en er nú í fyrsta sinn kölluð inn í landsliðið. „Ég hef ekki unnið með Cecilíu en er mjög spenntur fyrir því, ég hef hitt og rætt við fólkið í kringum hana í aðdraganda þess að við völdum hana í hópinn. Hún er auðvitað ung og óreynd á þessu stigi en er með tvo reynslumikla markmenn með sér sem eiga eftir að hjálpa henni gríðarlega mikið. Í Guðbjörgu erum við að missa bæði frábæran markmann og frábæran einstakling innan hópsins sem er erfitt á þessum tímapunkti en við gleðjumst fyrst og fremst fyrir hennar hönd,“ sagði Jón Þór sem sagðist aðspurður vera búinn að ákveða hver stæði í markinu gegn Ungverjalandi. „Við erum búnir að taka ákvörðun. Markmannsstaðan er gríðarlega mikilvæg í fótbolta og þegar við tökum við liðinu er Guðbjörg nýbúin í stórri aðgerð vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hana í svolítinn tíma. Það var ekki alveg ljóst hvernig hún kæmi aftur úr þessari aðgerð eftir þessi meiðsli og við fórum strax að skoða það hvaða möguleikar væru í stöðunni og að undirbúa það ef hún kæmi ekki aftur sem hún gerði svo vel og stóð sig frábærlega með okkur gegn Finnum í sumar.“ Alls hefur íslenska kvennalandsliðið leikið átta leiki undir stjórn nýja þjálfarateymisins sem hefur nýtt tímann í að skoða vel hvaða leikmenn yrðu fyrir valinu. „Við höfum nýtt æfingaleikina vel á þessu ári til að undirbúa þetta verkefni, það hafa margir leikmenn fengið tækifæri og náð að skoða leikmenn í hinum ýmsu stöðum. Hópurinn er núna tilbúinn, við höfum allan tímann verið að undirbúa fyrir þessa undankeppni og það er komin mikil eftirvænting innan hópsins og hjá þjálfarateyminu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram: „Á milli allra leikja höfum við breytt aðeins til en á sama tíma höfum við haldið í ákveðinn kjarna, það er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum í hópnum. Auk þess er fullt af leikmönnum utan hóps sem hafa staðið sig frábærlega í verkefnum með okkur. Samkeppnin er mikil sem er jákvætt fyrir þjálfara. Ég hefði auðveldlega getað valið 30-35 manna hóp sem er jákvætt, það segir að það séu margir leikmenn sem hafa staðið sig vel.“ Cloé Lacassé, framherji ÍBV sem fékk íslenskt vegabréf á dögunum, er ekki komin með alþjóðlega leikheimild og gat því ekki tekið þátt en þetta staðfesti Jón Þór í gær. Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna með Cloé sem þekkir vel til Ians Jeffs, aðstoðarþjálfara Jóns Þórs. „Hún kom ekki til greina í þetta verkefni en við þekkjum það vel hvað hún getur fært okkur eftir samstarf hennar og Ians í Eyjum þannig að við vitum að hverju við göngum. Hvenær sem það verður að hún komi til greina þá munum við skoða það.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, tilkynnti í gær hvaða 23 leikmenn hann hefði valið í leiki Íslands gegn Ungverjalandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2021. Þetta verða fyrstu leikir Íslands í undankeppninni og fara þeir báðir fram á Laugardalsvelli og á sama tíma fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Jóns Þórs og Ians Jeffs. Þá eru þetta fyrstu leikir liðsins á heimavelli eftir að Jón Þór og Ian tóku við liðinu af Frey Alexanderssyni síðasta haust. Ísland hefur leik gegn Ungverjalandi fimmtudaginn 29. ágúst og verður það í sjötta sinn sem liðin mætast. Til þessa hefur Ísland unnið alla fimm leikina, skorað sautján mörk og aðeins fengið á sig tvö, annað þeirra þegar liðin mættust síðast árið 2013 og Ísland vann 4-1 sigur. Fjórum dögum síðar tekur Ísland á móti Slóvakíu og er það þriðja viðureign liðanna, til þessa hefur Ísland unnið báða leikina og skorað sex mörk gegn aðeins einu. Íslenska kvennalandsliðið er að reyna að komast inn í lokakeppni Evrópumótsins fjórða skiptið í röð. „Það er alltaf pressa á okkur að vinna heimaleikina, við ætlum okkur í lokakeppnina og það segir sig sjálft að við þurfum að vera dugleg að byrja riðilinn vel og gera vel á heimavelli í þessari undankeppni.“ Tvær breytingar eru á landsliðshópnum á milli leikja, Svava Rós Guðmundsdóttir, framherji Kristianstad, kemur aftur inn í hópinn, eftir að hafa misst af síðasta verkefni vegna meiðsla, á kostnað Söndru Maríu Jessen, leikmanns Bayer Leverkusen. Þá kemur Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður Fylkis, inn í hópinn í stað Guðbjargar Gunnarsdóttur sem er ólétt og gefur því ekki kost á sér. Cecilía sem fagnaði sextán ára afmæli sínu á dögunum hefur verið í U17 ára liði Íslands undanfarin ár en er nú í fyrsta sinn kölluð inn í landsliðið. „Ég hef ekki unnið með Cecilíu en er mjög spenntur fyrir því, ég hef hitt og rætt við fólkið í kringum hana í aðdraganda þess að við völdum hana í hópinn. Hún er auðvitað ung og óreynd á þessu stigi en er með tvo reynslumikla markmenn með sér sem eiga eftir að hjálpa henni gríðarlega mikið. Í Guðbjörgu erum við að missa bæði frábæran markmann og frábæran einstakling innan hópsins sem er erfitt á þessum tímapunkti en við gleðjumst fyrst og fremst fyrir hennar hönd,“ sagði Jón Þór sem sagðist aðspurður vera búinn að ákveða hver stæði í markinu gegn Ungverjalandi. „Við erum búnir að taka ákvörðun. Markmannsstaðan er gríðarlega mikilvæg í fótbolta og þegar við tökum við liðinu er Guðbjörg nýbúin í stórri aðgerð vegna meiðsla sem höfðu verið að plaga hana í svolítinn tíma. Það var ekki alveg ljóst hvernig hún kæmi aftur úr þessari aðgerð eftir þessi meiðsli og við fórum strax að skoða það hvaða möguleikar væru í stöðunni og að undirbúa það ef hún kæmi ekki aftur sem hún gerði svo vel og stóð sig frábærlega með okkur gegn Finnum í sumar.“ Alls hefur íslenska kvennalandsliðið leikið átta leiki undir stjórn nýja þjálfarateymisins sem hefur nýtt tímann í að skoða vel hvaða leikmenn yrðu fyrir valinu. „Við höfum nýtt æfingaleikina vel á þessu ári til að undirbúa þetta verkefni, það hafa margir leikmenn fengið tækifæri og náð að skoða leikmenn í hinum ýmsu stöðum. Hópurinn er núna tilbúinn, við höfum allan tímann verið að undirbúa fyrir þessa undankeppni og það er komin mikil eftirvænting innan hópsins og hjá þjálfarateyminu,“ sagði Jón Þór og hélt áfram: „Á milli allra leikja höfum við breytt aðeins til en á sama tíma höfum við haldið í ákveðinn kjarna, það er góð blanda af ungum og eldri leikmönnum í hópnum. Auk þess er fullt af leikmönnum utan hóps sem hafa staðið sig frábærlega í verkefnum með okkur. Samkeppnin er mikil sem er jákvætt fyrir þjálfara. Ég hefði auðveldlega getað valið 30-35 manna hóp sem er jákvætt, það segir að það séu margir leikmenn sem hafa staðið sig vel.“ Cloé Lacassé, framherji ÍBV sem fékk íslenskt vegabréf á dögunum, er ekki komin með alþjóðlega leikheimild og gat því ekki tekið þátt en þetta staðfesti Jón Þór í gær. Hann segist vera spenntur fyrir því að vinna með Cloé sem þekkir vel til Ians Jeffs, aðstoðarþjálfara Jóns Þórs. „Hún kom ekki til greina í þetta verkefni en við þekkjum það vel hvað hún getur fært okkur eftir samstarf hennar og Ians í Eyjum þannig að við vitum að hverju við göngum. Hvenær sem það verður að hún komi til greina þá munum við skoða það.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Sjá meira