Fasteignaviðskipti í júní mun færri en í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 09:56 Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira