Fasteignaviðskipti í júní mun færri en í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 09:56 Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga. Húsnæðismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Viðskipti með fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í júní voru færri en á síðustu mánuðum og mun færri en í júní í fyrra. Viðskipti fyrstu 6 mánuði ársins í ár voru 4% færri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans. Þar segir að töluverðar sveiflur séu jafnan á milli mánaða hvað fjölda fasteignaviðskipta varðar og skipta þar til dæmis máli hvort páskarnir eru í mars eða apríl. Sé litið á seldar íbúðir eftir ársfjórðungum, þar sem sveiflur jafnast meira út, sést að frá upphafi ársins 2014 hafa að meðaltali verið seldar um 1670 íbúðir á ársfjórðungi. Mestu viðskiptin voru á 4. ársfjórðungi 2016 þegar um 2.130 íbúðir voru seldar. Til samanburðar voru um 1.600 íbúðir seldar á 2. ársfjórðungi í ár sem er um fjórðungi minna en undir árslok 2016. Viðskiptum með íbúðarhúsnæði hefur því fækkað töluvert frá því sem var þá. Bein viðskipti milli einstaklinga er lang algengasti sölumátinn á íslenskum fasteignamarkaði, og gildir það einnig um höfuðborgarsvæðið. Um þrír fjórðu hlutar allra viðskipta þar eru jafnan með þeim hætti. Frá upphafi ársins 2016 fram til þessa hefur á bilinu 72-77% viðskipta verið beint milli einstaklinga. Næst algengasti sölumátinn er að fyrirtæki selji til einstaklinga. Í flestum slíkum tilfellum er væntanlega um nýbyggðar íbúðir að ræða. Hlutfall þessara viðskipta hefur verið á bilinu 16-21% frá árinu 2016. Það má því sjá að samsetning viðskiptanna hefur verið nokkuð stöðug á síðustu árum. Mikið var byggt af nýju íbúðarhúsnæði á síðustu árunum fyrir hrun. Þannig voru t.d. seldar yfir 500 nýjar íbúðir til einstaklinga á 2. og 3. ársfjórðungi 2007. Sala fyrirtækja á íbúðum til einstaklinga minnkaði svo mikið á árunum eftir hrun og fór salan niður í rúmlega 50 íbúðir í upphafi ársins 2009. Á tímabilinu frá 2006 fram á mitt ár 2019 hafa að meðaltali um 250 íbúðir á ársfjórðungi farið frá fyrirtækjum til einstaklinga. Viðskipti af þessu tagi hafa aukist nær samfellt síðan, auðvitað í beinu samhengi við aukna byggingarstarfsemi. Allt frá upphafi ársins 2018 hafa viðskiptin verið í kringum 20% allra viðskipta, eða tæplega 400 íbúðir á ársfjórðungi. Eftirspurn fyrirtækja, væntanlega fyrst og fremst leigufélaga, eftir íbúðum á höfuðborgarsvæðinu var mikil á tímabili en virðist hafa minnkað töluvert. Sala einstaklinga til fyrirtækja var um 6% á árunum 2015-2017, en var komin niður í 3-4% á fyrri hluta ársins 2019. Þessar tölur eru vísbending um að eftirspurn leigufélaga eftir íbúðum hafi minnkað og að sama skapi má væntanlega segja að kaup byggingarverktaka á íbúðum til breytinga og niðurrifs hafi minnkað. Minnkunin milli ára er sérstaklega mikil miðsvæðis í Reykjavík. Þar var sala einstaklinga til fyrirtækja á bilinu 10-14% á árunum 2015-2017 en hefur verið í 5-8% frá upphafi ársins 2019. Ætla má að ekki sé mikið eftir af eignum sem fyrirtækjum finnast hentugar til útleigu, breytinga eða niðurrifs. Hlutfallsleg skipting tegunda viðskipta er þannig tiltölulega stöðug. Það má t.d. sjá á nýjustu tölum um 2. ársfjórðung 2019. Viðskipti minnkuðu nokkuð frá fyrsta ársfjórðungi og átti það jafnt við um bein viðskipti milli einstaklinga og sölu fyrirtækja til einstaklinga.
Húsnæðismál Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira