Óli Jóh: Vildi að við hefðum þorað að halda boltanum meira Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:10 Ólafur var í Evrópudressinu í kvöld vísir/bára Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira