Óli Jóh: Vildi að við hefðum þorað að halda boltanum meira Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 25. júlí 2019 21:10 Ólafur var í Evrópudressinu í kvöld vísir/bára Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson. Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Valur gerði súrsætt 1-1 jafntefli við Ludogorets í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var sáttur við frammistöðu sinna manna. Lasse Petry kom Val yfir snemma leiks með góðu marki, nýtti sér að markmaður Ludogorets var illa staðsettur. Abel Anicet jafnaði hins vegar metin í uppbótartíma seinni hálfeiks. „Fínn leikur af okkar hálfu og ég er ánægður með liðið okkar,“ sagði Ólafur í leikslok. „Auðvitað er fúlt að fá á sig mark svona í restina en það var farið að draga af okkur og þá oft gleyma menn sér.“ Valsmenn bökkuðu aðeins eftir að þeir skoruðu sitt mark en voru nærri allan seinni hálfleikinn bara í vörn. Fóru þeir kannski aðeins of snemma að verja forskotið? „Nei, nei. Við vorum náttúrulega að verja hana frá því við komumst yfir.“ „Í þessari keppni eru andstæðingarnir oftast mikið meira með boltann og skapari en við. En það þarf að skipuleggja varnarleikinn vel og við gerðum það. Þeir voru ekki að skapa sér mörg færi þannig að heilt yfir frábær frammistaða.“ Umræðan fyrir leikinn var á þann veg að þessi andstæðingur væri jafnvel sterkari heldur en Maribor, fannst Ólafi þeir sýna það í kvöld? „Þeir eru aggressívari og eru öflugri fram á við, en ekki eins öflugir til baka.“ „Ég hefði viljað að við hefðum þorað aðeins meira að halda boltanum og spila okkur í gegnum fyrstu vörn, þá hefðum við búið til fleiri færi.“ Þrátt fyrir að það hafi verið skellur að fá á sig markið undir lokin er staðan jöfn og allt opið fyrir seinni leikinn. „Hann er eftir og staðan er jöfn þannig lagað, þeir náttúrulega skora mark á útivelli, en við verðum klárir í leikinn úti,“ sagði Ólafur Jóhannesson.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn