Segir af sér sem sendiherra eftir minnisblaðalekann Sylvía Hall skrifar 10. júlí 2019 13:25 Kim Darroch hefur ákveðið að stíga til hliðar. Vísir/Getty Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, hefur sagt af sér í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í tímaritinu Mail on Sunday um helgina. Minnisblöðin innihéldu athugasemdir um Donald Trump Bandaríkjaforseta og stjórn hans.Sjá einnig: Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Darroch segist vilja binda enda á vangaveltur varðandi stöðu sína og sagði það vera ómögulegt fyrir sig að sinna starfi sínu eftir lekann. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, harmar afsögn Darroch en hann er einn reyndasti diplómati Bretlands. Í bréfi þar sem hann tilkynnti afsögn sína segir hann ábyrgustu viðbrögðin vera að stíga til hliðar og leyfa skipun nýs sendiherra fyrir Bretlands hönd.Donald Trump hjólaði bæði í sendiherrann og Theresu May á Twitter í kjölfar lekans.Vísir/GettySkiptar skoðanir um minnisblöðin Ummælin í minnisblöðunum beindust aðallega að sitjandi Bandaríkjaforseta og stjórn hans. Sagði sendiherrann stjórnina vera óstarfhæfa og klunnalega. Þá sagðist hann jafnframt ekki vera bjartsýnn á að það myndi breytast í náinni framtíð. Trump svaraði ummælunum á Twitter-síðu sinni þar sem hann fór ófögrum orðum um sendiherrann. Hann sagði honum hafa verið „prangað upp á“ Bandaríkin og þau væru ekki sátt við störf hans í þágu Bretlands. Því næst bætti hann við að Darroch væri „mjög heimskur náungi“. Embættismenn Bretlands brugðust skjótt við og lýsti Jeremy Hunt, utanríkisráðherra, því yfir að Trump nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar. Hann væri ánægður með samstarf þeirra á milli og trúði því að stjórn Trump væri skilvirk og öflug. Theresa May tók í svipaðan streng, sagði skoðanir Darroch hvorki endurspegla skoðanir sínar né ríkisstjórnarinnar en það væri mikilvægt að embættismenn gætu tjáð sínar skoðanir á stjórnum þeirra landa sem þeir starfa í á hreinskilinn hátt í trúnaðarskjölum. Hún segir eftirsjá af Darroch en hún hafði lýst því yfir að hann nyti stuðnings ríkisstjórnarinnar sem væri þakklát fyrir „ævilangt“ starf hans í þágu Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35 Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30 Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Utanríkisráðherrann segir Trump að sýna virðingu Kastast hefur í kekki á milli bandarískra og breskra stjórnvalda eftir leka á sendiráðsskjölum annars vegar og kjaftbrúk Bandaríkjaforseta hins vegar. 9. júlí 2019 17:35
Trump og sendiherra Bretlands í hár saman Kim Darroch, sendiherra Bretlands í Bandaríkjunum, er harðorður í garð Bandaríkjaforseta og segir hann og stjórn hans vera vanhæfa, klunnalega og óstarfhæfa. 7. júlí 2019 23:30
Gagnrýnir May og segir sendiherrann vera heimskan Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um Kim Darroch, sendiherra Bretlands, og forsætisráðherrann Theresu May í kjölfar minnisblaðaleka sem birtist í breska dagblaðinu Mail on Sunday. 9. júlí 2019 14:10