Bretar ætla að stöðva losun fyrir 2050 Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2019 21:53 May (f.m.) kynnir sér tækni til að breyta koltvísýringi í súrefni í Imperial College í London í dag. AP/Stefan Rousseau Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira
Ríkisstjórn Theresu May forsætisráðherra Bretlands hefur kynnt áform um að svo gott sem stöðva nettó losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum fyrir árið 2050. May segir að auk umhverfislegs ávinnings komi aðgerðirnar til með að bæta lýðheilsu og draga úr kostnaði við heilbrigðiskerfið. Bresk stjórnvöld höfðu áður sett sér það markmið að draga úr losun um 80% fyrir miðja öldina. Áætlun May bætir í og gerir ráð fyrir að allri losun verði annað hvort hætt eða hún kolefnisjöfnuð. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar segir að fylgi önnur ríki fordæmi Bretlands séu um helmingslíkur að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C við lok aldarinnar. „Við höfum náð gríðarlegum árangri í að láta efnahaginn og vinnumarkaðinn vaxa á sama tíma og við drögum hratt úr losun. Nú er tími til kominn að ganga lengra og hraðar til að verja umhverfið fyrir börnin okkar. Við verðum að leiða heiminn að hreinni og grænni tegund vaxtar,“ sagði May þegar hún kynnti áætlunina. Philip Hammond, fjármálaráðherra, áætlar að kostnaðurinn við áætlunina gæti numið trilljón pundum árið 2050. Það gæti verið 1-2% af landframleiðslu Bretlands, að mati Chris Skidmore, starfandi orkumálaráðherra. Græna hagkerfið eigi eftir að skapa störf. May á ekki langt eftir í embætti forsætisráðherra. Hún sagði af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins í síðustu viku og stendur leiðtogaval í flokknum fyrir dyrum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að meirihluti frambjóðenda í valinu styðja áætlun May.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Sjá meira