Nýr veruleiki Hörður Ægisson skrifar 14. júní 2019 09:00 Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Líklega hefur hagkerfi Íslands sjaldan tekið eins miklum stakkaskiptum á jafn skömmum tíma. Það er nánast sama hvert er litið. Á aðeins örfáum árum hefur Ísland breyst frá því að vera jafnan með viðvarandi viðskiptahalla í fjármagnsútflytjanda, byggt upp stóran gjaldeyrisforða á meiri hraða en dæmi eru um hjá nokkru öðru ríki, skuldir ríkissjóðs hafa farið ört lækkandi og nema aðeins um 30 prósentum af landsframleiðslu, þjóðhagslegur sparnaður er í hæstu hæðum og eignastaða þjóðarbúsins við útlönd er jákvæð um 600 milljarða. Sökum þessara sterku stoða, sem birtist okkur meðal annars í því að ríkið getur nú sótt sér erlent fjármagn á hagstæðari kjörum en áður hefur þekkst, er orðið raunhæft að ætla að Ísland færist nær því að vera í hópi lágvaxtaríkja í náinni framtíð. Það er við þessar fordæmalausu efnahagsaðstæður sem nýr seðlabankastjóri verður skipaður síðar á árinu. Sextán manns sækjast eftir embættinu, sumir eiga talsvert meira erindi í stólinn en aðrir, og sérstök hæfisnefnd vinnur nú að því að meta hæfi umsækjenda. Þótt skipunarvaldið sé formlega í höndum forsætisráðherra má ganga að því sem vísu að val á seðlabankastjóra, einu mikilvægasta og valdamesta embætti landsins, sé ákvörðun af þeim toga að hún verði tekin í sameiningu af stjórnarflokkunum þremur. Þá er mikilvægt að hafa í huga að niðurstaða hæfisnefndarinnar, sem virðist hafa nálgast verkefni sitt með sérstæðum hætti, er á engan hátt bindandi heldur aðeins leiðbeinandi. Verðandi seðlabankastjóra bíður vandasamt verkefni. Til stendur að fjölga bankastjórum í fjóra – einn aðalseðlabankastjóra og þrjá varabankastjóra sem skipta með sér verkum – og þá verður bankinn og Fjármálaeftirlitið sameinað. Við þá sameiningu, sem er rétt og löngu tímabær ákvörðun, verður til þrjú hundruð manna stofnun með heildarsýn á hagkerfið. Í þeirri vegferð má öllum vera ljóst að það skiptir sköpum að sá sem verður skipaður seðlabankastjóri búi yfir raunverulegri og framúrskarandi stjórnendareynslu, helst af fjármálamarkaði, og hafi eins sýnt það í störfum sínum að viðkomandi geti leitt farsællega til lykta verkefni af slíkri stærðargráðu. Með þau skilyrði að leiðarljósi kvarnast mjög úr hópi umsækjenda sem ættu að koma til greina í embættið. Trúverðugleiki og umgjörð peningastefnunnar hefur vissulega batnað til muna síðustu ár. Meira máli skiptir hins vegar sú kerfisbreyting sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Nú þegar einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar er lokið þá hafa vextir Seðlabankans samt farið lækkandi og standa nú aðeins í fjórum prósentum. Sögulega séð sætir það stórtíðindum og að óbreyttu má fullyrða að vextirnir verði komnir undir þrjú prósent áður en langt um líður. Nýr efnahagsveruleiki blasir nú við, sem grundvallast á sjálfstæðri mynt og Seðlabanka sem hefur yfir að ráða 800 milljarða gjaldeyrisforða í vopnabúrinu, þar sem allar vaxtabreytingar, hversu litlar sem þær eru hverju sinni, munu ráða miklu um væntingar fjárfesta og markaðsaðila. Aldrei áður hefur verið eins mikilvægt að næsti seðlabankastjóri hafi til brunns að bera þekkingu og skilning á samspili fjármálamarkaða og atvinnulífs. Hver það verður er ákvörðun forystumanna ríkisstjórnarinnar með þeirri pólitísku ábyrgð sem henni fylgir. Það hlutverk getur aldrei verið framselt til andlitslausra nefndarmanna.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun