Bandaríkjaforseti segir Boris Johnson tilvalinn sem næsta forsætisráðherra Bretlands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júní 2019 09:57 Donald Trump telur að Boris Johnson yrði góður eftirmaður Theresu May. Win McNamee/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands. Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að breski stjórnmálamaðurinn Boris Johnson yrði „tilvalinn“ eftirmaður Theresu May sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins, en May hefur tilkynnt að hún muni segja af sér embætti, bæði sem forsætisráðherra og sem leiðtogi flokksins þann 7. júní næstkomandi. Trump lýsti hrifningu sinni á Johnson í viðtali við breska æsifréttamiðilinn Sun í gær. Þar sagðist hann kunna vel við Johnson, sem meðal annars hefur gegnt embætti borgarstjóra Lundúna og utanríkisráðherra Bretlands. „Ég kann vel við hann, og hef alltaf kunnað vel við hann. Ég veit ekki hvort hann verður valinn [til embættis leiðtoga Íhaldsflokksins] en ég held að hann sé góður náungi og mjög hæfileikaríkur einstaklingur,“ sagði forsetinn og bætti við að Johnson hafi alltaf verið jákvæður í garð bæði forsetans sjálfs og Bandaríkjanna.Boris Johnson er hæfileikaríkur og góður maður að sögn Bandaríkjaforseta.Peter Summers/GettyÍ viðtalinu ítrekaði Trump að hann vissi ekki hver yrði fyrir valinu til þess að leiða Íhaldsflokkinn og taka við forsætisráðherraembættinu eftir að Theresa May hyrfi að sviði stjórnmálanna. „Ég er búinn að kynna mér þetta vel, myndi ég segja. Ég þekki leikmennina. Ég þekki þessa mismunandi leikmenn. En ég held að Boris myndi standa sig afar vel,“ sagði Trump í viðtalinu en með leikmönnum á hann við þá meðlimi Íhaldsflokksins sem sækjast eftir leiðtogaembættinu. Í viðtalinu opinberaði forsetinn þá að aðrir vongóðir frambjóðendur hefðu falast eftir stuðningi forsetans. Hann vildi þó ekki gefa upp nöfn þeirra. „Ég gæti hjálpað hverjum sem er ef ég lýsti yfir stuðningi við þá.“ Heldur óvenjulegt þykir að Bandaríkjaforseti tjái sig um innanríkismál bandamanna Bandaríkjanna með þessum hætti og því hefur verið velt upp að fái Johnson ekki útnefningu Íhaldsflokksins gætu þessi orð forsetans, sem hægt væri að túlka sem óskýra stuðningsyfirlýsingu, valdið togstreitu milli forsetans og næsta forsætisráðherra Bretlands.
Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51 May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Boris Johnson vill verða formaður Íhaldsflokksins Boris Johnson, fyrrverandi utanríksráðherra Bretlands, mun bjóða sig fram til formennsku í Íhaldsflokknum eftir að núverandi formaður segir starfi sínu lausu. 16. maí 2019 14:51
May ætlar að hætta 7. júní Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ætlar að segja af sér sem leiðtogi Íhaldsflokksins. 24. maí 2019 09:15