Gæsluvarðhaldskröfu á hendur Assange hafnað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2019 18:06 Assange var handtekinn í London í apríl. NurPhoto/Getty Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála. Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Sænskur dómari hefur hafnað því að úrskurða Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum. Saksóknarar í máli sem höfðað er á hendur honum fyrir nauðgun, sem Assange er sakaður um að hafa framið í Svíþjóð, höfðu vonast til þess að fá hann úrskurðaðan í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum í þeim tilgangi að fá hann framseldan til Svíþjóðar á grundvelli evrópskrar handtökuskipunar. Gæsluvarðhald að sakborningi fjarstöddum er alsiða í sænsku réttarkerfi, en því er beitt ef sakborningur er utan landsteinanna eða í felum, og gerir saksóknurum kleift að gefa út handtökuskipun á hendur viðkomandi. Dómarinn hafnaði hins vegar kröfunni með þeim rökum að Assange væri nú þegar í gæsluvarðhaldi í Bretlandi, en hann var handtekinn í sendiráði Ekvadors í London í apríl síðastliðnum. Hann hafði þá dvalið í sendiráðinu í tæp sjö ár. Sjá einnig: Julian Assange handtekinnEva-Marie Persson, staðgengill yfirmanns almannasalögsókna í Svíþjóð, sagði að rannsókn nauðgunarmálsins á hendur Assange kæmi til með að halda áfram og að hún myndi gefa út evrópska rannsóknartilskipun í því skyni að fá Assange yfirheyrðan vegna málsins. Assange var kærður fyrir nauðgun árið 2010 en erfiðlega hefur gengið að sækja hann til saka þar sem hann hefur, eins og áður sagði, dvalið í sendiráði Ekvadors í London síðan árið 2012. Nauðgunarmálið hafði áður verið fellt niður en saksóknarar í Svíþjóð tóku málið aftur upp um mánuði eftir að Assange var handtekinn í London. Svíar eru þó ekki þeir einu sem hafa hug á að fá Assange framseldan. Hann á yfir höfði sér kæru í Bandaríkjunum fyrir að eiga þátt í leka ríkisleyndarmála þar í landi. Verði hann framseldur til Bandaríkjanna og fundinn sekur í öllum ákæruliðum ætti hann yfir höfði sér allt að 175 ára fangelsisvist. Fáist framsalskrafa Svía samþykkt fellur það í skaut yfirvalda í Bretlandi að taka ákvörðun um framtíð Assange. Hvort hann verði sendur til Svíþjóðar til þess að svara til saka vegna ásökunar um nauðgun, eða hvort réttað verði yfir honum í Bandaríkjunum fyrir birtingu ríkisleyndarmála.
Bandaríkin Bretland Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14 Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39 Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Ný ákæra á hendur Assange markar tímamót í sögu Bandaríkjanna Bandarísk yfirvöld hafa birt Julian Assange, stofnanda Wikileaks, nýja ákæru þar sem hann er sakaður um brot á njósnalögunum í sautján liðum. Ákæran þykir marka tímamót en þetta er í fyrsta sinn í sögu Bandaríkjanna sem blaðamaður er ákærður fyrir brot á njósnalögunum. 23. maí 2019 21:14
Ákveða hvort nauðgunarrannsóknin verði hafin að nýju Assange hefur ávallt neitað sök í málinu. 13. maí 2019 07:39
Segir Asssange fórnarlamb „sálfræðilegra pyntinga“ Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í pyntingum hitti stofnanda Wikileaks í fangelsi fyrr í þessum mánuði. 31. maí 2019 09:07