Vitni í Rússarannsókninni handtekið fyrir vörslu barnakláms Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2019 11:49 Nader bar vitni fyrir ákærudómstóli Rússarannsóknarinnar. AP/C-SPAN Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Óformlegur ráðgjafi krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem bar vitni í Rússarannsókninni svonefndu hefur verið handtekinn í Bandaríkjunum vegna vörslu á barnaklámi. Kynferðislegar myndir af börnum fundust í fórum hans þegar hann var fyrst stöðvaður vegna rannsóknarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016. George Nader, sextugur Bandaríkjamaður af líbönskum uppruna, veitti saksóknurum Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, upplýsingar um milligöngu hans um fundi á milli nokkurra erlendra ríkja og fulltrúa embættistökunefndar Donalds Trump Bandaríkjaforseta vikurnar eftir kosningarsigur hans í nóvember árið 2016. Þegar alríkislögreglumenn stöðvuðu Nader árið 2017 og færðu hann til yfirheyrslna fundust kynferðisleg myndbönd af ungum drengjum á snjallsíma Nader, að sögn New York Times. Hann var þá á leiðinni til Mar-a-Lago, klúbbs Trump á Flórída, til að fagna því að ár var liðið frá embættistöku Trump. AP-fréttastofan segir að dýraklám hafi einnig fundist í fórum Nader. Þá hafi myndskeið sem fundust í síma hans sýnt grófa misnotkun á allt niður í þriggja ára gömlum börnum. Nader fékk friðhelgi gegn saksókn að hluta til gegn samvinnu hans við Mueller. Hann var hins vegar handtekinn á flugvelli í New York í gær. Leynd var þá aflétt af ákæru vegna barnakláms á hendur honum. Nader gæti átt allt frá 15 til 40 ára fangelsisdóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur en hann var einnig ákærður vegna barnakláms í Bandaríkjunum árið 1991. Dómstóll í Tékklandi sakfelldi Nader einnig fyrir að misnota börn og dæmdi í eins árs fangelsi árið 2003. Erik Prince stofnaði umdeilda fyrirtækið Blackwater sem leigði Bandaríkjaher meðal annars málaliða í Írak.Vísir/AFP Sagði arabaríki vilja aðstoða Trump við að ná kjöri Í skýrslu Mueller um rannsóknina á afskiptum Rússa af forsetakosningunum var Nader sagður hafa tengsl við valdamenn í Miðausturlöndum og Rússlandi. Hann hafi notað sambönd sín til að koma á fundum á milli þeirra og einstaklinga sem tengdust framboði Trump bæði fyrir og eftir að Trump varð forseti. Nader kom meðal annars á fundi á milli Erik Prince, óformlegum ráðgjafa Trump, Kirill Dmitriev, forstjóra rússnesks fjárfestingasjóðs og náins bandamanns Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, og Mohammed bin Zayed, krónprins Sameinuðu arabísku furstadæmanna, á Seychelles-eyjum eftir kosningarnar. Mörgum spurningum um þann fund er enn sagt ósvarað. Nader er einnig hafa sagður hafa sagt Donald Trump yngri, syni Bandaríkjaforseta, að bæði Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi-Arabíu vildu ólm hjálpa föður hans að ná kjöri sem forseti á fundi sem þeir áttu í ágúst árið 2016. Ólöglegt er fyrir bandarísk stjórnmálaframboð að taka við aðstoð erlendra aðila. Þá er Nader sagður hafa reynt að hafa áhrif á stefnumótun ríkisstjórnar Trump á fyrstu dögum hennar. Þannig hafi hann átt þátt í að fá Hvíta húsið til að taka afstöðu gegn Katar í nágrannaerjum við Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmin og fleiri ríki. Sá hann um að greiða Elliot Broidy, öðrum óformlegum ráðgjafa Trump og einn stjórnenda Repúblikanaflokksins, á þriðju milljón dollara, til að sannfæra Trump um að taka upp harða stefnu gegn Katar. Fundaði Nader nokkrum sinnum með Jared Kushner, tengdasyni Trump og einum nánasta ráðgjafa, og Steve Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Arabaríki buðu framboði Trump aðstoð Sem forseti hefur Trump Bandaríkjaforseti fylgt stefnu sem hugnast Sádí-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum betur en sú sem Obama og Clinton stóðu fyrir. 19. maí 2018 18:45
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Fundur sem óformlegur ráðgjafi Trump átti með rússneskum bankamanni á Seychelles-eyjum er talin ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptum á milli stjórnar Trump og Rússa á bak við tjöldin. 8. mars 2018 11:15
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31