Minnist ömmu sinnar og gengur í kringum landið með hjólbörur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2019 13:39 Hugi klár í slaginn við Skógarhlíð í dag. Þaðan heldur hann á Þinvelli í bíl þar sem gangan hefst formlega á morgun. Vísir/Vilhelm „Ef ég geng með hjólbörurnar eins og ég sé að hella úr þeim, þá fæ ég ekki verki í axlirnar,“ segir Hugi Garðarsson, 21 árs, sem ætlar að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu í sumar. Hugi gerir ráð fyrir að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3.000-3.500 kílómetra. Hann gengur með allt sitt dót í hjólbörum sem hann hefur búið hliðarspeglum og þverstöng til að auðvelda gönguna á þjóðvegum landsins. Hugi starfaði um tveggja ára skeið sem landvörður á Þingvöllum og síðustu þrjá mánuði í Skaftafelli. Hann hefur áður gengið hringinn í kringum landið, en fjárfesti í hjólbörum á Akureyri og gekk með þær til Reykjavíkur. „Það er miklu auðveldara að labba með hjólbörur ef maður lyftir þeim upp og allur þunginn hvílir á dekkinu. Með hjólbörum næ ég léttilega að ganga allt að 35 kílómetra á dag, en án þeirra eru það aðeins 20-25 kílómetrar,“ segir Hugi í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.Fyrirhuguð gönguleið Huga.Vinsælt myndefni hjá ferðamönnum Í hjólbörunum geymir Hugi allt sem hann þarf til ferðalagsins, tjald, svefnoka, matarbirgðir, bækur og gítar sem hann spilar á daglega. Hugi segist oft vekja athygli með hjólbörurnar og alltaf sé einhver sem hægi á sér til að taka mynd, þótt hann hvetji fólk ekki til að hægja mikið á sér og skapa þannig hættu í umferðinni á þjóðvegum landsins.Hjólbörurnar umræddu.Hugi kastaði kveðju á starfsfólk Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. Þaðan heldur hann í bíl á Þingvelli þaðan sem gangan hefst á morgun. Hann gengur til minningar um ömmu sína sem lést úr krabbameini árið 2014. „Lát hennar var okkur fjölskyldunni afar þungbært, sérstaklega afa mínum. Ég ætla að fara hringinn réttsælis, heimsækja um 70 bæjarfélög og hlakka til að kynnast landinu á göngunni um leið og ég legg góðum málstað lið,“ segir Hugi að lokum og hvetur alla til að hringja í söfnunarsímann því flestir þekki einhvern sem hefur kljást við krabbamein. Hugi verður einn á ferð og hægt er að fylgjast með ferðum hans á facebook síðu göngunnar. Söfnunarsími 908-1001 fyrir 1.000 kr. Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Ef ég geng með hjólbörurnar eins og ég sé að hella úr þeim, þá fæ ég ekki verki í axlirnar,“ segir Hugi Garðarsson, 21 árs, sem ætlar að ganga hringinn í kringum landið til styrktar Krabbameinsfélaginu í sumar. Hugi gerir ráð fyrir að vera um 100 daga á leiðinni, heimsækja 70 sveitarfélög og ganga 3.000-3.500 kílómetra. Hann gengur með allt sitt dót í hjólbörum sem hann hefur búið hliðarspeglum og þverstöng til að auðvelda gönguna á þjóðvegum landsins. Hugi starfaði um tveggja ára skeið sem landvörður á Þingvöllum og síðustu þrjá mánuði í Skaftafelli. Hann hefur áður gengið hringinn í kringum landið, en fjárfesti í hjólbörum á Akureyri og gekk með þær til Reykjavíkur. „Það er miklu auðveldara að labba með hjólbörur ef maður lyftir þeim upp og allur þunginn hvílir á dekkinu. Með hjólbörum næ ég léttilega að ganga allt að 35 kílómetra á dag, en án þeirra eru það aðeins 20-25 kílómetrar,“ segir Hugi í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu.Fyrirhuguð gönguleið Huga.Vinsælt myndefni hjá ferðamönnum Í hjólbörunum geymir Hugi allt sem hann þarf til ferðalagsins, tjald, svefnoka, matarbirgðir, bækur og gítar sem hann spilar á daglega. Hugi segist oft vekja athygli með hjólbörurnar og alltaf sé einhver sem hægi á sér til að taka mynd, þótt hann hvetji fólk ekki til að hægja mikið á sér og skapa þannig hættu í umferðinni á þjóðvegum landsins.Hjólbörurnar umræddu.Hugi kastaði kveðju á starfsfólk Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð klukkan 14 í dag. Þaðan heldur hann í bíl á Þingvelli þaðan sem gangan hefst á morgun. Hann gengur til minningar um ömmu sína sem lést úr krabbameini árið 2014. „Lát hennar var okkur fjölskyldunni afar þungbært, sérstaklega afa mínum. Ég ætla að fara hringinn réttsælis, heimsækja um 70 bæjarfélög og hlakka til að kynnast landinu á göngunni um leið og ég legg góðum málstað lið,“ segir Hugi að lokum og hvetur alla til að hringja í söfnunarsímann því flestir þekki einhvern sem hefur kljást við krabbamein. Hugi verður einn á ferð og hægt er að fylgjast með ferðum hans á facebook síðu göngunnar. Söfnunarsími 908-1001 fyrir 1.000 kr.
Heilbrigðismál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira