Guðni forseti segist kunna að grilla en gerir þó ekki mikið af því Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2019 19:30 Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils. Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Kótiletturnar sem forseti Íslands grillaði á Selfossi í dag runnu ljúflega niður í hátíðargesta á bæjarhátíðunni Kótelettunni, sem fer fram um helgina. Guðni segist ekki grilla mikið en ef hann grilli þá verði lambakjöt fyrir valinu. Það var góð stemming í Sigtúnsgarði á Selfossi þar sem fjölskyldudagskrá Kótelettunnar fór fram með fjölbreyttum atriðum. Dagskráin heldur áfram í kvöld og nótt með stórtónleikum við Hvíta húsið og svo aftur á morgun með fjölskyldudagskrá í Sigtúnsgarði. „Já, hér er einvalalið og ég bættist í hópinn. Það fer nú tvennum sögum af því hvort ég kunni að grilla en mér finnst ég kunna að grilla, já,“ sagði Guðni. Hann var ánægður að fá að styrkja gott málefni en allur ágóði af grillsölunni rann til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg mætti líka og grillaði í dag með Guðna forseta.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Guðni segist vera hrifnastur af grilluðu lambakjöti og alltaf hefur hann eitthvað gott meðlæti með, meðal annars salat.En er ananas í því? „Það hlaut að koma að því að þú myndir spyrja að því, nei það er ekki ananas í því.“ Guðni var mjög ánægður með heimsóknina á Selfoss. „Já, mín er ánægjan, það er fullt af fólki, allir í góðu skapi og veðrið leikur við okkur, það er alltaf gott að vera á Selfossi, við vitum það bræðurnir,“ sagði Guðni og hló, en Patrekur, bróðir forseta, stýrði á dögunum handboltaliði Selfoss til Íslandsmeistaratitils.
Ananas á pítsu Árborg Forseti Íslands Kótelettan Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira