Loks tilfinningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun