Eiga lífeyrisþegar að fela peninga? Björn Berg Gunnarsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Kona nokkur var á ruslahaugunum árið 2013. Þar fann hún skemmtara sem hún hugsaði að væri nú kjörin gjöf fyrir Heklu vinkonu sína. Tveimur árum síðar ákvað Hekla af einhverjum ástæðum að taka skemmtarann í sundur og hvað kom þá í ljós inni í græjunni annað en seðlar frá árinu 1983! Um var að ræða 300 krónur sem ætlaðar voru Ólafi nokkrum á fermingardaginn. Ólafur hefur væntanlega ekki viljað leggja peningana fyrir í banka og ekki ætlaði hann að láta einhverja fingralanga finna þá svo hann tróð þeim eðlilega inn í skemmtarann sinn. Á verðlagi dagsins í dag jafngildir fermingargjöfin 2.240 krónum. Seðlarnir hafa heldur betur rýrnað að raunvirði fyrir utan að það gæti reynst erfitt fyrir Heklu að greiða með 10 krónu seðlum úti í búð. Þetta gerir krónan okkar, hún missir verðgildi sitt yfir tíma. Stundum hratt, stundum hægar en við getum verið nokkuð viss um að slæmt sé að geyma krónur í seðlaformi. Þrátt fyrir þetta virðist nokkuð algengt að fólk á lífeyrisaldri kjósi að geyma sparifé sitt í seðlum. Einhverjir vantreysta bönkum, aðrir krónunni og sumir sjá ekki ávinning í ávöxtun fjármuna samhliða dvöl á hjúkrunarheimili. En fleiri, reikna ég þó með, telja sig með þessu koma betur út gagnvart lífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar (TR) og skattinum. Betra sé að fá enga ávöxtun eða vexti af sparifé þar sem TR skerði hvort eð er vegna þeirra og skatturinn hirði sitt. Þetta er bagaleg og kostnaðarsöm mýta. Frítekjumark fjármagnstekna hjá skattinum (150.000 krónur á einstakling á ári, 300.000 krónur hjá hjónum) hefur þau áhrif að margir borga lítinn sem engan skatt af vöxtum. TR skerðir vissulega greiðslur vegna vaxta en þar munar einungis um 27 aurum á móti hverri krónu að teknu tilliti til skatta, sem er víðsfjarri þeirri krónu á móti krónu skerðingu sem oft er ranglega sögð gilda varðandi ellilífeyri stofnunarinnar. Hjón sem ávaxta 10 milljónir á 3% vöxtum fá 300.000 krónur í vexti það árið. Þau borga engan fjármagnstekjuskatt vegna frítekjumarksins en greiðslur TR lækka um 81.900 eftir skatt. Eftir standa ríflega 218 þúsund krónur. Sitt getur hverjum sýnst um hvort það sé myndarleg lokaávöxtun eða ekki, en fáir ættu þó að efast um að það sé betra en ekkert og skárri kostur en að spariféð í skemmtaranum brenni upp jafnt og þétt í verðbólgunni.Björn Berg Gunnarsson fræðslustjóri Íslandsbanka.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun