Traust fjármálastjórn og betri þjónusta Dagur B. Eggertsson skrifar 1. maí 2019 08:30 Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dagur B. Eggertsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Sjá meira
Þegar Besti flokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstaklega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrirtækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhagsáætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferðaþjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði. Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018 var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarniðurstaða A-hlutans, sem er rekstur og eignir borgarsjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár. Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög til skólamála og velferðarmála til muna. Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahagslífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu, áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – forgangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar- og skólamála.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar