Klárum verkið Ingimundur Gíslason skrifar 2. maí 2019 07:00 Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þeir sem koma inn í glæsilegan Eldborgarsalinn í tónlistarhúsinu Hörpu taka fljótlega eftir stóru kassalaga innskoti ofarlega á endavegg salarins ofan við hljómsveitarpallinn. Kassinn er ekki fyrir miðju heldur aðeins til vinstri frá áhorfendum séð. Þarna var fyrirhuguðu orgeli ætlaður staður fyrir rúmlega 10 árum. Svo kom efnahagshrunið mikla sem skall á þjóðinni á haustdögum 2008 og hafði skelfilegar afleiðingar í samfélaginu. Bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík stöðvaðist í miðju kafi. Sem betur fer náðist samstaða á milli ríkis og borgar um að halda framkvæmdum áfram. Næstum því fullbúið tónlistarhús var tekið í notkun í maí árið 2011. Þó var eitt sem ekki hafði tekist að ljúka við. Það vantaði fyrirhugað orgel í stærsta salnum, Eldborg. Engir peningar voru til orgelkaupa og síðan þá blasir við efri hluti endaveggjar eins og hér er lýst. Verkinu er sem sagt ólokið. Orgel í Eldborg yrði eitt hljóðfæra í eða með hljómsveit. Ekki einleikshljóðfæri nema í undantekningartilvikum. Fjöldi sinfónískra tónverka eru til sem ekki er hægt að flytja í Hörpu án orgels. Svo sem Alpasinfónía Richards Strauss og Orgelsinfónia eftir Saint-Saëns . Til eru margir konsertar fyrir orgel og hljómsveit og má þá nefna eitt dæmi okkur tengt, op. 7 eftir Jón Leifs. Orgel í salnum gæti líka orðið tónskáldum hvatning til að semja tónverk fyrir orgel og hljómsveit Sinfónískt orgel þyrfti að vera af ákveðinni stærð en ekki endilega með mörg þúsund pípur. Í Hallgrímskirkju höfum við stórt, frábært orgel sem hentar mjög vel sem einleikshljóðfæri. Þannig yrði orgel í Hörpu ekki í samkeppni við orgel Hallgrímskirkju. Vel hönnuð framhlið orgels yrði prýði fyrir salinn og gæti þannig glatt augu og eyru tónleikagesta. Hljóðfærið ætti ekki að hindra sviðsetningu óperu. Ráðstefnu-og tónleikahúsið Harpa getur orðið eins konar musteri tónlistar á Íslandi. Ljúkum smíði þess. Þá fyrst geta Íslendingar talist alvöru menningarþjóð.Höfundur er augnlæknir
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar