7% þjóðarinnar glíma við afleiðingar heilaskaða Stefán John Stefánsson skrifar 8. maí 2019 07:00 Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Mörg hundruð Íslendingar fara í endurhæfingu á hverju ári vegna slysa eða sjúkdóma. Markmiðið með endurhæfingu sjúklinga er að þeir geti náð fótfestu í lífinu á ný og tekið aftur þátt á vinnumarkaði. Til að ná þessu markmiði þarf greiningin að vera áreiðanleg, endurhæfingin þarf að vera sérhæfð og jafnframt er mikilvægt að mat á starfshæfni sé markviss þáttur í endurhæfingarferlinu. Það er stór hópur einstaklinga í þjóðfélaginu sem fær ekki meðferð við hæfi en það eru einstaklingar með ákominn heilaskaða. Eins og staðan er í dag er engin langtímaendurhæfing í boði og jafnframt vantar að byggja upp þverfaglega nálgun í allt endurhæfingarferlið. Ljóst er að aðeins brot af þeim sem hljóta ákominn heilaskaða fær þá endurhæfingu sem þeir þurfa en talið er að 7% þjóðarinnar glími við afleiðingar vegna heilaskaða. Árlega hljóta um 1.500 manns höfuðáverka á Íslandi og helmingur er börn undir 19 ára aldri. Í dag hljóta einungis um 10-20% sérhæfða meðferð en það er bara brot af þeim fjölda sem þarf á meðferð að halda, eftir sitja um 80-90% án greiningar, meðferðar og eftirfylgni. Það vantar langtímaeftirfylgd og fjölbreyttari úrræði að lokinni endurhæfingu, bæði félagsleg og vinnutengd. Alvarlegust er þó staða barna sem hljóta heilaskaða en í heilbrigðiskerfinu er ekki til skilgreint greiningarferli eða formleg endurhæfing fyrir börn með heilaskaða. En hvað tekur við að endurhæfingu lokinni? Örorka! Endurhæfingu einstaklinga með ákominn heilaskaða er ágætlega sinnt að mörgu leyti bæði í einstaklingsmiðuðum og hópmeðferðum, að undanskilinni einstaklingsmiðaðri langtímameðferð og meðferð barna með ákominn heilaskaða. En hvað tekur við eftir að meðferð lýkur á Reykjalundi eða Grensásdeild? Kannski lyfseðill í Gáttinni, klapp á bakið og ósk um velgengni í nýja lífinu! Eftir að endurhæfingu lýkur í heilbrigðiskerfinu þurfa einstaklingar sem hljóta heilaskaða að aðlagast lífinu á ný oft á tíðum sem breyttir einstaklingar og því fylgir gríðarleg óvissa og óöryggi. Eftir margar vikur og jafnvel mánuði í góðu utanumhaldi, umvafðir vernd og umönnun fagaðila og stofnana þurfa einstaklingar að takast á ærið allt sjálfir. Það er enginn sem heldur í höndina á þeim, aðstandendur eru engu nær og blákaldur raunveruleikinn tekur við. Einstaklingar þurfa að fá leiðsögn og stuðning á þessari vegferð til þess að ná fótfestu í lífinu á ný. Í þessari nýju tilveru er algengt að einstaklingar með ákominn heilaskaða einangrist félagslega að meðferð lokinni og margir glíma við þunglyndi og kvíði vegna þessa. Ef einstaklingar sækjast sjálfir eftir því þá er hægt að komast að í starfsendurhæfingu og jafnvel að komast að hjá félagsráðgjafa eða sálfræðingi. Afleiðingar heilaskaða eru m.a. framtaksleysi og skert innsæi og því er ljóst að þeir eru ekki að fara að sækja þessa þjónustu að eigin frumkvæði. Það er gríðarlega kostnaðarsamt fyrir samfélagið að bjóða ekki upp á langtímameðferð fyrir einstaklinga með ákominn heilaskaða – ef hún er ekki í boði þá enda þeir á örorku.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun