Leggur fram breytta bólusetningartillögu: „Eftir hverju er verið að bíða?“ Andri Eysteinsson skrifar 13. apríl 2019 10:42 Hildur Björnsdóttir hefur lagt tillöguna fram í þriðja sinn. Samsett/Getty/Aðsend Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær. Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Bólusetningar hafa verið mikið í umræðunni eftir að mislingasmit voru greind í sjö einstaklingum víða um land. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem vill sjá úrbætur í bólusetningum og hefur barist fyrir bólusetningarskyldu í leikskólum borgarinnar. Hildur hefur nú lagt fram tillögu þess efnis til borgarstjórnar í þriðja sinn. „Ég lagði þessa tillögu fram í haust og hún er felld með þeim rökum að það séu engar aðstæður uppi hérlendis sem kalli á svona aðgerðir. Í lengri tíma höfum við vitað af því að það geisi mislingafaraldur í Evrópu, svo förum við að heyra af tilfellum erlendis. Þá finnst manni vera komnar upp þessar aðstæður sem borgarstjórnarmeirihlutinn var að kalla eftir,“ sagði Hildur í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í gær. Hildur segist hafa lagt tillöguna fram öðru sinni, hún hafi aftur verið felld. „ Ég átta mig eiginlega ekki á forsendunum, þau eru greinilega ekki reiðubúin til að grípa til þessara aðgerða. Þau hafa notað þau rök að þau vilji ekki jaðarsetja börn en tillagan gerði nú ráð fyrir því að gætt yrði að því,“ sagði Hildur spurð að hvaða rökum borgarstjórnarmeirihluti hafi haft fyrir því að hafna tillögu Hildar öðru sinni.„Eftir hverju er verið að bíða?“ Eins og áður segir breytti Hildur tillögu sinni áður en hún var lögð fram í þriðja sinn. „Í millitíðinni berst erindi frá sóttvarnarlækni þar sem hann leggur það til að borgir leiti eftir samstarfi við heilsugæsluna til að auka þátttöku barna í bólusetningum. Þá legg ég fram þá tillögu að borgin leitist eftir slíku samstarfi og reyni þá að fá hjúkrunarfræðinga inn á leikskólanna eins og tíðkast í grunnskólanum. Þannig að bólusetningarnar yrði framkvæmdar inni á leikskólanum, auðvitað að gefnu samþykki foreldra,“ sagði Hildur. Tillagan veiti aukna þjónustu, til að mynda við foreldra. Hildur segir að með tillögunni séu þau börn sem ekki eru bólusett vegna gleymsku foreldra, en ekki vegna andstöðu þeirra við bólusetningar, bólusett á leikskólanum. „Þetta kerfi gæti gripið þau börn“ „Markmiðið er alltaf að auka þátttöku í bólusetningum og tryggja þetta hjarðónæmi sem við reynum að ná fram með góðri tíðni bólusetninga. Ég held við getum náð því markmiði með þessari tillögu. Maður veltir því stundum fyrir sér eftir hverju er verið að bíða, hversu mörg tilfelli þarf til þess að við teljum aðstæður vera uppi til að grípa til aðgerða?,“ sagði Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í Reykjavík Síðdegis í gær.
Bólusetningar Heilbrigðismál Reykjavík Reykjavík síðdegis Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Neyðarástand vegna mislingafaraldurs Óbólusett börn fá ekki að vera á meðal almennings í Rockland-sýslu New York. Ákvörðunin sögð fordæmalaus í Bandaríkjunum. Mislingar hafa gert vart við sig mun víðar en í Rockland. 28. mars 2019 06:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30