Leiðin er greið Hörður Ægisson skrifar 15. apríl 2019 07:00 Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Svartsýnin virðist vera á undanhaldi. Mikilvæg skref hafa verið stigin að undanförnu sem eru til þess fallin að draga úr óvissu og bæta rekstrar- og samkeppnisumhverfi íslensks efnahagslífs. Frumvarp um lækkun bankaskatts í áföngum á komandi árum, sem verður þó enn margfalt hærri en þekkist annars staðar, ætti að koma heimilum og fyrirtækjum til bóta með því að draga úr vaxtamun bankanna og ákvörðun Seðlabankans um að afnema bindiskyldu á innflæði fjármagns mun ýta undir þá þróun að vextir fari lækkandi og eins auka aðgengi atvinnulífsins að erlendri skuldabréfafjármögnun. Mestu máli skipta hins vegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu fjögurra ára sem kveða á um – heilt yfir – hófstilltari launahækkanir en margir höfðu óttast. Frá sjónarhorni greinenda og fjárfesta hefur kjarasamningunum verið vel tekið. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air, niðurstaða sem var búið að verðleggja að stórum hluta inn í eignaverð, þá hefur gengi krónunnar haldið sjó og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa lækkað verulega á síðustu vikum. Það þýðir að verðbólguálagið á skuldabréfamarkaði, mælikvarði á verðbólguvæntingar sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfir mjög til við ákvörðun vaxta, hefur lækkað niður í um þrjú prósent – eftir að hafa nálgast 4,5 prósent undir lok síðasta árs – og hefur ekki mælst lægra frá því að gengi krónunnar var hvað sterkast vorið 2018. Markaðurinn er með öðrum orðum að reikna með að vextir Seðlabankans eigi eftir að lækka nokkuð á komandi misserum. Fátt bendir til annars en að það veðmál muni að óbreyttu ganga eftir. Fyrir Seðlabankann hefur niðurstaða kjarasamninganna komið bankanum þægilega á óvart. Sé litið á síðustu spá Seðlabankans um launavöxt til næstu ára virðast þær launahækkanir sem nú hefur verið samið um fyrir á annað hundrað þúsund manns á vinnumarkaði vera hóflegar – og jafnvel heldur minni en bankinn hafði reiknað með. Næsti vaxtaákvörðunarfundur peningastefnunefndar er ekki á dagskrá fyrr en í lok maímánaðar. Færa mætti fyrir því rök að ástæða væri mögulega fyrir bankann til að boða til fundar fyrr í því skyni að lækka vexti. Skýrar vísbendingar eru um niðursveiflu, sem eiga eftir að birtast okkur með enn meira afgerandi hætti eftir fall WOW air, og útlit er fyrir að eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar sé nú að líða undir lok. Atvinnuvegafjárfesting er minni, vöxtur í debetkortaveltu innanlands hefur dregist mjög saman og ferðamönnum til landsins á líklega eftir að fækka um meira en tíu prósent á milli ára. Nýleg hagspá Arion banka gerir ráð fyrir nærri tveggja prósenta efnahagssamdrætti í ár. Rætist slíkar hagspár er samt engin ástæða til að örvænta. Efnahagshorfur landsins eru góðar og nú þegar stærsti óvissuþátturinn er frá – almenni vinnumarkaðurinn – ættum við að sigla inn í efnahagslægð án þess að henni fylgi mikil gengisveiking og verðbólga. Það væri nýlunda. Sterkar stoðir þjóðarbúsins, einkum stór óskuldsettur gjaldeyrisforði og jákvæð eignastaða við útlönd, skipta þar höfuðmáli. Leiðin er þess vegna greið fyrir Seðlabankann til að lækka vexti og Ísland ber enn nafn með rentu sem gulleyjan.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun