Gráttu mig ei, Argentína Þorvaldur Gylfason skrifar 18. apríl 2019 08:15 Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Buenos Aires – Sem ég gekk inn í tangóklúbbinn hér í Buenos Aires fyrir allmörgum árum, þá blasti þar við mér í móttökunni risavaxið gljáandi olíumálverk með þverhandarþykkum gullramma. Á myndinni voru tveir gleiðbrosandi miðaldra menn. Annan þekkti ég strax, Carlos Menem forseta Argentínu 1989-1999. Hann var auðþekktur af helztu höfuðprýði sinni, miklum börtum sem minntu einna helzt á myndir af séra Matthíasi Jochumssyni. Hinn reyndist vera eigandinn sem stóð sjálfur í miðasölunni og seldi mér aðgöngumiða á 50 pesóa. Ég átti ekkert smærra en 100 pesóa sem jafngiltu þá 100 Bandaríkjadölum. Hann gaf mér 50 til baka. Tangósýningin var svellandi fín.Sækjast sér um líkir Morguninn eftir fór ég út að kaupa mér dagblað og bað manninn í blaðsöluturninum afsökunar á að ég skyldi ekki eiga neitt smærra en þennan 50 pesóa seðil sem ég hafði fengið til baka kvöldið áður. Hann skilaði mér seðlinum aftur og sagði: Þetta eru 50 ástralar, þessir seðlar voru teknir úr umferð fyrir löngu. Ekki veit ég hvernig fór fyrir eiganda klúbbsins sem hafði afhent mér úreltan seðil, en Carlos Menem var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi 2015 fyrir fjárdrátt. Efnahagsráðherrann og dómsmálaráðherrann í stjórn hans fengu þrjú ár hvor fyrir aðild að sama broti. Áður hafði forsetinn fv. þurft að greiða sekt fyrir mútuþægni. Það var hann sem hafði löngu fyrr náðað og leyst úr haldi herforingjana sem höfðu myrt þúsundir óbreyttra borgara og ráðizt á Falklandseyjar. Þannig er Argentína. Stundum er stórlöxunum sleppt. Stundum þurfa þeir að sæta ábyrgð.Perón og Evita Argentína var ríkasta land heims árin fyrir aldamótin 1900 og hélzt í hópi ríkustu landa fram til 1930 þegar Kreppan mikla setti strik í reikninginn með því að taka fyrir kjötútflutning frá Argentínu. Herinn ruddist til valda. Eftir það tók að halla undan fæti. Juan Perón var forseti Argentínu og einræðisherra 1946-1955. Hann bar kápuna á báðum öxlum. Hann var fv. herforingi og hermálaráðherra, greiddi götu þýzkra stríðsglæpamanna í Argentínu eftir heimsstyrjöldina og talaði jafnframt máli verkalýðsins gegn voldugum bændum og landeigendum. Hann hrökklaðist undan andstæðingum sínum í útlegð fyrst til Venesúelu og síðan til Spánar og kom síðan heim aftur til að setjast í forsetastólinn 1973-1974, þá undir merkjum lýðræðis. Honum var aldrei stungið inn. Perón er þjóðsaga og það er einnig Eva, önnur eiginkona hans, sem ólst upp í sárri fátækt og talaði sig inn í hjörtu aðdáenda sinna. Hún varð heimsfræg af söngleik Andrews Loyd Webber og Tims Rice, Evita, sem fluttur var í íslenzkri þýðingu Jónasar Friðriks Guðnasonar í Íslensku óperunni 1997. Egill Ólafsson og Andrea Gylfadóttir fluttu hlutverk forsetahjónanna.Einræði, lýðræði, spilling Eftir valdatíma Peróns og herforingjanna héldu einræði og lýðræði áfram að dansa tangó í Argentínu í allmörg ár enn. Lýðræði komst á 1983 og hefur sú skipan staðið síðan þá þótt ekki dygði það til að kveða niður spillinguna. Eduardo Duhalde forseti Argentínu 2002-2003 sagði í viðtali við Financial Times strax eftir embættistöku sína: „Stjórnmálaforusta landsins er sjitt (hans orð, ekki mitt; stafsetningin er skv. Orðabók Menningarsjóðs), og ég tel sjálfan mig með.“ Alþingi sýndi af sér hliðstæða hreinskilni þegar það ályktaði einum rómi 2010 að „taka verði gagnrýni á íslenska stjórnmálamenningu alvarlega“. Hjónin Néstor Kirchner og Cristine Kirchner úr flokki Perónista voru forsetar Argentínu 2003-2015, hann 2003-2007 og hún 2007-2015. Þau auðguðust ótæpilega þessi ár. Hann dó 2010. Hún fékk síðan dóm fyrir spillingu en gengur laus þar eð hún nýtur friðhelgi sem þingmaður. Friðhelgin hlífir henni við handtöku en ekki saksókn. Mauricio Macri var kjörinn forseti Argentínu 2015. Nafn hans fannst í Panama-skjölunum árið eftir. Dómstóll í Buenos Aires hreinsaði hann af grun um fjárböðun 2017, en hann er ekki sloppinn því rannsókn málsins heldur áfram. Þannig er Argentína. Og þannig er Suður-Ameríka. Alberto Fujimori forseti Perú 1990-2000 situr inni. Lula da Silva forseti Brasilíu 2003-2010 situr einnig inni, en stuðningsmenn hans segja hann vera pólitískan fanga. Augusto Pinochet forseti Síle 1974-1990 var tjargaður, fiðraður og fangelsaður þótt hann slyppi of vel að margra dómi. Brot þessara manna eru ýmist efnahagsbrot eða mannréttindabrot nema hvort tveggja sé.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun