Vopnaburðarnámskeiði úthýst af Grand Hótel: „Ekki í mínu húsi“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. apríl 2019 10:54 Til stóð að námskeiðið færi fram á Grand Hótel í dag. vísir/egill Ekkert verður af kynningarfundi herskólans European Security Academy Iceland um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og öðru slíku, en til stóð að fundurinn færi fram á Grand Hotel í dag. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hótel Reykjavík í samtali við fréttastofu í dag.Stundin fjallaði um námskeiðið í gær en þar kom fram að einhverjir þeirra sem hefðu hug á því að sækja námskeiðið vildu gera það í þeim tilgangi að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Á heimasíðu ESA kemur fram að skólinn hafi þjálfað nemendur frá 68 löndum víðs vegar um heiminn frá árinu 1992. Á sjötta þúsund hafi sótt þjálfun hjá skólanum.Salvör staðfesti að ekkert yrði af námskeiðinu.Nú hefur þó fengist staðfest að ekkert verður af námskeiðinu, í það minnsta ekki á Grand Hóteli. Fréttastofu barst fyrr í dag ábending um þetta, sem Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand Hótel, staðfesti. Salvör vildi lítið segja um málið annað en það að ákvörðun hafi verið tekin um að húsnæði Grand Hótel yrði ekki notað undir viðburðinn. „Það verður ekki í þessu húsi,“ sagði Salvör sem vildi lítið tjá sig um ástæður þess að námskeiðinu hefði verið úthýst af hótelinu. Það liggur þó fyrir að ákvörðunin var tekin af hálfu hótelsins en ekki ESA. Salvör sagðist ekki vilja ganga svo langt að kalla ESA hægri-öfgasamtök en eftir stendur ákvörðunin um að skólinn fái ekki að halda námskeið sitt á Grand Hótel. „Það er ekki mitt að dæma til eða frá en niðurstaða dagsins er að þetta verður ekki hér, ekki í mínu húsi.“Rekstrarstjóri Sólon: „Það er enginn fundur hér“ Skömmu eftir að ESA-mönnum var úthýst af Grand Hótel hringdu þeir í Sólon Bistro & Bar í Bankastrætinu og báðu um að fá að halda kynninguna sína þar. Rekstrarstjóri Sólon sagði í samtali við fréttastofu að þeir hefðu siglt undir fösku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn. Það hefðu ekki liðið fimm mínútur þangað til rekstrarstjórinn hringdi til baka og sagði að enginn fundur yrði haldinn á Sólon eftir að hafa grennslast fyrir um samtökin. „Það er enginn fundur hér.“ Um hádegisbilið birtist síðan færsla á Facebook ESA-samtakanna þar sem greint er frá því að kynningarfundurinn yrði líklega ekki haldinn í dag.Samtök hernaðarandstæðinga fordæmdu námskeiðið Samtök hernaðarandstæðinga birtu í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem upphafleg ákvörðun hótelsins um að hýsa viðburðinn var gagnrýnd. Þar eru nýleg hryðjuverk hægri-öfgamanns í Nýja-Sjálandi rifjuð upp en sá myrti fimmtíu manns í tveimur moskum þann 15. mars. Viðbrögð samfélagsins við þessum voðaverkum hafi falið í sér eindregna höfnun á ofbeldi og hatri. „Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að öfl sem ítrekað hafa daðrað við verstu birtingarmyndir kynþáttahaturs og útlendingaandúðar skuli óáreitt fá að skipuleggja námskeið á hóteli í miðri Reykjavík með áherslu á vopnaburð og hermennsku.“ Samtök hernaðarandstæðinga fordæmi því námskeið ESA, sem samtökin kalla fyrirtæki sem meðal annars hafi þjálfað öfgahægrihópa í Úkraínu. Samtökin hvöttu því stjórnendur Grand Hótel til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hýsa viðburðinn.Starfsmenn hafi neitað að þjónusta ESA Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir nokkrir starfsmenn hótelsins hafi neitað að veita þjónustu á viðburðinum. Eflaust hafi það haft einhver áhrif. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun að vísa ESA frá.Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, segir nú þurfi að grípa í taumana.Vísir/eyþór„Ætlum við að normalísera hatursorðræðu?“ Sema Erla Serdar sagði í gær á Facebooksíðu sinni að hernámskeiðið myndi marka tímamót í íslensku samfélagi. Ef af viðburðinum yrði væri hatursorðræða normalíseruð. Hún segir að við vitum öll hvert næsta skrefið í þessu ferli sé. „Það er núna sem við ákveðum sem samfélag hvaða leið við ætlum að fara. Ætlum við, hvort sem við erum fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk, embættismenn eða almennir borgarar að láta þetta viðgangast? Ætlum við að normalísera hatursorðræðu með því að halda áfram að dreifa henni, senda óskýr skilaboð og gera fátt annað en að þrengja ákvæði laga um hatursorðræðu og láta íslenska öfgamenn vopnast? Eða ætlum við að taka skýra afstöðu gegn fordómum og hatri, gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir að hatursglæpir fari að færast í aukarnar hér, að mismunun ákveðinna hópa festist í sessi og mismunandi hópar fólks geti ekki búið í sátt og samlyndi. Við berum öll ábyrgð sem þegnar í þessu samfélagi. Það er undir okkur komið hvernig samfélagið okkar er og hvert það stefnir.“ Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Ekkert verður af kynningarfundi herskólans European Security Academy Iceland um námskeið í vopnaburði, öryggisgæslu og öðru slíku, en til stóð að fundurinn færi fram á Grand Hotel í dag. Þetta staðfesti hótelstjóri Grand Hótel Reykjavík í samtali við fréttastofu í dag.Stundin fjallaði um námskeiðið í gær en þar kom fram að einhverjir þeirra sem hefðu hug á því að sækja námskeiðið vildu gera það í þeim tilgangi að verjast meintum straumi innflytjenda hingað til lands. Á heimasíðu ESA kemur fram að skólinn hafi þjálfað nemendur frá 68 löndum víðs vegar um heiminn frá árinu 1992. Á sjötta þúsund hafi sótt þjálfun hjá skólanum.Salvör staðfesti að ekkert yrði af námskeiðinu.Nú hefur þó fengist staðfest að ekkert verður af námskeiðinu, í það minnsta ekki á Grand Hóteli. Fréttastofu barst fyrr í dag ábending um þetta, sem Salvör Lilja Brandsdóttir, hótelstjóri Grand Hótel, staðfesti. Salvör vildi lítið segja um málið annað en það að ákvörðun hafi verið tekin um að húsnæði Grand Hótel yrði ekki notað undir viðburðinn. „Það verður ekki í þessu húsi,“ sagði Salvör sem vildi lítið tjá sig um ástæður þess að námskeiðinu hefði verið úthýst af hótelinu. Það liggur þó fyrir að ákvörðunin var tekin af hálfu hótelsins en ekki ESA. Salvör sagðist ekki vilja ganga svo langt að kalla ESA hægri-öfgasamtök en eftir stendur ákvörðunin um að skólinn fái ekki að halda námskeið sitt á Grand Hótel. „Það er ekki mitt að dæma til eða frá en niðurstaða dagsins er að þetta verður ekki hér, ekki í mínu húsi.“Rekstrarstjóri Sólon: „Það er enginn fundur hér“ Skömmu eftir að ESA-mönnum var úthýst af Grand Hótel hringdu þeir í Sólon Bistro & Bar í Bankastrætinu og báðu um að fá að halda kynninguna sína þar. Rekstrarstjóri Sólon sagði í samtali við fréttastofu að þeir hefðu siglt undir fösku flaggi og þannig fengið vilyrði um að fá að halda viðburðinn. Það hefðu ekki liðið fimm mínútur þangað til rekstrarstjórinn hringdi til baka og sagði að enginn fundur yrði haldinn á Sólon eftir að hafa grennslast fyrir um samtökin. „Það er enginn fundur hér.“ Um hádegisbilið birtist síðan færsla á Facebook ESA-samtakanna þar sem greint er frá því að kynningarfundurinn yrði líklega ekki haldinn í dag.Samtök hernaðarandstæðinga fordæmdu námskeiðið Samtök hernaðarandstæðinga birtu í gær færslu á Facebook-síðu sinni þar sem upphafleg ákvörðun hótelsins um að hýsa viðburðinn var gagnrýnd. Þar eru nýleg hryðjuverk hægri-öfgamanns í Nýja-Sjálandi rifjuð upp en sá myrti fimmtíu manns í tveimur moskum þann 15. mars. Viðbrögð samfélagsins við þessum voðaverkum hafi falið í sér eindregna höfnun á ofbeldi og hatri. „Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að öfl sem ítrekað hafa daðrað við verstu birtingarmyndir kynþáttahaturs og útlendingaandúðar skuli óáreitt fá að skipuleggja námskeið á hóteli í miðri Reykjavík með áherslu á vopnaburð og hermennsku.“ Samtök hernaðarandstæðinga fordæmi því námskeið ESA, sem samtökin kalla fyrirtæki sem meðal annars hafi þjálfað öfgahægrihópa í Úkraínu. Samtökin hvöttu því stjórnendur Grand Hótel til þess að endurskoða ákvörðun sína um að hýsa viðburðinn.Starfsmenn hafi neitað að þjónusta ESA Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir nokkrir starfsmenn hótelsins hafi neitað að veita þjónustu á viðburðinum. Eflaust hafi það haft einhver áhrif. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun að vísa ESA frá.Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur, segir nú þurfi að grípa í taumana.Vísir/eyþór„Ætlum við að normalísera hatursorðræðu?“ Sema Erla Serdar sagði í gær á Facebooksíðu sinni að hernámskeiðið myndi marka tímamót í íslensku samfélagi. Ef af viðburðinum yrði væri hatursorðræða normalíseruð. Hún segir að við vitum öll hvert næsta skrefið í þessu ferli sé. „Það er núna sem við ákveðum sem samfélag hvaða leið við ætlum að fara. Ætlum við, hvort sem við erum fjölmiðlafólk, stjórnmálafólk, embættismenn eða almennir borgarar að láta þetta viðgangast? Ætlum við að normalísera hatursorðræðu með því að halda áfram að dreifa henni, senda óskýr skilaboð og gera fátt annað en að þrengja ákvæði laga um hatursorðræðu og láta íslenska öfgamenn vopnast? Eða ætlum við að taka skýra afstöðu gegn fordómum og hatri, gegn hatursorðræðu og koma í veg fyrir að hatursglæpir fari að færast í aukarnar hér, að mismunun ákveðinna hópa festist í sessi og mismunandi hópar fólks geti ekki búið í sátt og samlyndi. Við berum öll ábyrgð sem þegnar í þessu samfélagi. Það er undir okkur komið hvernig samfélagið okkar er og hvert það stefnir.“
Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Reykjavík Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira