Reyna að ná meirihluta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFP Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Breska þingið greiðir í dag atkvæði um tillögur um hvað skuli gera í Brexit-málinu, annað en að samþykkja samninginn sem Theresa May forsætisráðherra hafði náð við Evrópusambandið. Þingmenn hrifsuðu til sín völdin yfir Brexit á mánudag eftir að útgöngu var frestað. Ríkisstjórnin hefur frest til 12. apríl til þess að stinga upp á nýrri nálgun við ESB ef ekki er hægt að ná samningi May í gegnum þingið. Atkvæðagreiðsla um tillögur hefst klukkan 19 í kvöld en það er undir þingforsetanum John Bercow komið um hvaða tillögur verða greidd atkvæði. Samkvæmt BBC er líklegt að gengið verði til atkvæðagreiðslu um til að mynda aðild að EFTA, fríverslunarsamning sem svipar til þess sem ESB og Kanada gerðu og aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit. Þrír ráðherrar í stjórn May sögðu af sér á mánudaginn vegna þess að þeir voru ósáttir við gang mála. Einn þeirra, Alistair Burt, sagði við BBC að það væri afar brýnt að tryggja að útgangan yrði ekki samningslaus. Fleiri ráðherrar eru sagðir hafa komið því á framfæri við May að þeir myndu segja af sér ef hún beitti sér ekki af hörku gegn samningslausri útgöngu. The Guardian hafði eftir heimildarmönnum að ósáttir þingmenn Íhaldsflokksins hefðu verið spurðir um það á fundi á sunnudag hvort þeir gætu stutt samninginn ef May segir af sér. Svör liggja ekki fyrir. Ef þingmenn ná meirihluta um einhverja tillögu í dag þarf ríkisstjórnin annaðhvort að fylgja henni eða hundsa hana. Ef hún er hundsuð, eða ef enginn meirihluti næst, þykir líklegt að atkvæðagreiðsla fari fram í þriðja sinn um samning May. Ef það tekst ekki er staðan enn erfiðari. Þá þyrfti að ganga út án samnings, fresta útgöngu enn frekar eða jafnvel hætta alfarið við Brexit.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15 Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04 May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sjá meira
Þingið hrifsaði til sín völdin frá ríkisstjórninni vegna Brexit Meirihluti þingmanna neðri deildar breska þingsins greiddi í kvöld atkvæði með því að halda atkvæðagreiðslur um næstu skref í Brexit. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Theresu May sögðu starfi sínu lausu til þess að styðja tillögu þess efnis. 25. mars 2019 23:15
Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans. 24. mars 2019 14:04
May hvött til að stíga til hliðar til að liðka fyrir Brexit-samningi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið hvött af samflokksmönnum hennar að stíga til hliðar sem forsætisráðherra svo liðka megi fyrir Brexit-samningi. 24. mars 2019 10:12