Segir erlend hópferðabifreiðafyrirtæki undirbjóða þau íslensku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. mars 2019 20:30 Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri. Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira
Boðaðar verkfallsaðgerðir hafa þegar valdið hópferðafyrirtækjum tjóni og fyrirtæki misst viðskipti til erlendra rútufyrirtækja að sögn formanns Félags hópferðaleyfishafa. Þau séu með starfsmenn á mun lægri kjörum en tíðkast hér á landi. Framkvæmdastjóri Eflingar segir um klár brot að ræða á íslenskri löggjöf. Mörg íslensk hópferðafyrirtæki hafa verið að missa viðskipti yfir til erlendra rútufyrirtækja sem greiða starfsmönnum sínum mun lægri laun en þau íslensku hafa verið að gera. Framkvæmdastjóri eins rútufyrirtækis segir fyrirtækið hafa misst viðskipti upp á allt að sextán ferðir í sumar fyrir á annan tug milljóna. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði í samtali við fréttastofu að ástæðan fyrir þessu væru boðaðar verkfallsaðgerðir og að laun erlendra rútubílstjóra væru mun lægri en þeirra íslensku. Formaður Félags Hópferðaleyfishafa segir þetta hafa viðgengist í allt að fimm ár og hafi valdið miklu tjóni þar á meðal hjá sér. „Þessi fyrirtæki eru ekki að borga nein laun. Mennirnir eru með fimm þúsund krónur á dag. Ekki á tímann, heldur á dag fyrir tíu til tólf tíma vinnu,“ segir Haraldur Teitsson, formaður Félags hópferðaleyfishafa, og sagðist hann hafa þetta staðfest eftir áreiðanlegum heimildum. „Við getum ekkert keppt við þetta.“ Framkvæmdastjóri Eflingar segist hafa fengið fjölmargar ábendingar um þessi fyrirtæki brjóta lög. „Við fáum heilmikið af tilkynningum um allskonar brotastarfsemi og við erum bara í því dagana langa að framfylgja kjarasamningi fyrir hönd fólks starfar á okkar félagssvæði og stendur ekki til að hætta því,“ segir Viðar Þorteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar. Haraldur segir hins vegar að ekkert hafi verið gert. „Við létum strax vita af þessu og erum búin að nefna þetta bæði við Eflingu og ASÍ. Við erum líka búnir að tala við Velferðarráðuneytið. Við erum búnir að tala við allt og það hafa komið út ýmsar skýrslur en það er ekkert gert,“ segir Haraldur. Hann nefnir nokkur þeirra erlendu fyrirtækja sem stunda undirboð á markaði eins og European Coach Service og fleiri.
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Sjá meira