Flugvélar Boeing fara aftur í loftið í fyrsta lagi í maí Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2019 22:45 Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. AP/Matt York Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn. Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Allar flugvélar Boeing af gerðinni 737 MAX 8 og MAX 9 verða kyrrsettar þar til í maí, í fyrsta lagi. Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja að þeim verði ekki flogið á ný fyrr en þær hafa allar fengið hugbúnaðaruppfærslu. Flugvélarnar voru kyrrsettar í kjölfar banvæns slyss í Eþíópíu á sunnudaginn og annars í Indónesíu í fyrra. Sérfræðingar hafa fundið líkindi hafa á slysunum með því að bera saman gögn úr gervihnöttum. Báðar flugvélarnar brotlentu skömmu eftir flugtak og í Eþíópíu tilkynnti flugstjóri flugvélarinnar að hann ætti í erfiðleikum með að stýra henni og hafði hann beðið um, og fengið, heimild til að snúa við og lenda aftur. Bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á flugslysinu í Indónesíu í fyrra að skynjari hafi fyrir mistök talið nef flugvélarinnar vera of hátt og sjálfstýring flugvélarinnar hafi því tekið völdin og lækkað flugið. Flugmenn flugvélarinnar hafi ekki getað hækkað flugið og því hafi hún hrapað í Jövuhaf.Þar að auki hafa fregnir borist af því að FAA hafi minnst tvisvar sinnum borist tilkynningar frá flugmönnum í Bandaríkjunum um að flugvélar af þessum gerðum hafi lækkað flugið um tólfhundruð til fimmtánhundruð fet á mínútu, eftir að kveikt var á sjálfsstýringu þeirra. Í bæði skiptin tók þó stuttan tíma að rétta flugvélarnar af, þegar slökkt hafði verið á sjálfsstýringunni.Rannsókn á flugrita hefst á morgunBBC hefur eftir þingmanninum Rick Larsen að það muni taka nokkrar vikur að uppfæra hugbúnað allra flugvélanna sem um ræðir. Það muni í það minnsta taka út apríl. Þó er bent á að FAA sagði í gær að uppfærsla sem starfsmenn Boeing hafa verið að vinna að frá flugslysinu í Indónesíu sé langt frá því að vera tilbúin. Það muni taka mánuði að klára hana.Frakkar hafa tekið yfir rannsókn á flugrita flugvélarinnar sem brotlenti í Eþíópíu. Flugritinn er þó sagður hafa orðið fyrir verulegum skemmdum og óljóst er hve langan tíma það mun taka að ná gögnum af honum. Vinnan hefst í fyrramálið, samkvæmt Reuters.Forsvarsmenn Boeing staðhæfa að flugvélarnar séu öruggar en hafa þó stöðvað afhendingu þeirra fimm þúsund flugvéla sem flugfélög um heiminn allan hafa pantað af bandaríska fyrirtækinu. Framleiðslu þeirra verður þó haldið áfram í millitíðinni. Hlutabréf Boeing hafa lækkað um ellefu prósent frá því á sunnudaginn.
Bandaríkin Boeing Eþíópía Frakkland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00 Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30 Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sjá meira
Bandaríkjamenn segja líkindi með flugslysum Ný gögn sem bárust flugmálayfirvöldum Bandaríkjanna, FAA, sýna líkindi á milli flugslyssins í Eþíópíu á sunnudaginn og flugslysi í Indónesíu í fyrra. 13. mars 2019 23:00
Flugvélar kyrrsettar í Bandaríkjunum: Átti í vandræðum með að stýra flugvélinni Flugstjóri farþegaþotunnar sem brotlenti í Eþíópíu á sunnudaginn tilkynnti að hann átti í vandræðum með að stýra flugvélinni 13. mars 2019 18:30
Fyrirbyggjandi ráðstafanir eðlilegar þegar kemur að flugöryggi Formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir eðlilegt að gripið sé til fyrirbyggjandi ráðstafanna þegar kemur að flugöryggi. 14. mars 2019 20:00