"Vinnubrögðin finnast mér óásættanleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 19:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa fengið boð á samtalsfund borgarfulltrúa og þingmanna sem fór fram í Höfða í dag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is. Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is.
Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira