"Vinnubrögðin finnast mér óásættanleg“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. febrúar 2019 19:17 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist ekki hafa fengið boð á samtalsfund borgarfulltrúa og þingmanna sem fór fram í Höfða í dag. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is. Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, segist vera hissa á því að hún hafi ekki fengið boð á samtalsfund þingmanna og borgarfulltrúa sem fór fram í Höfða í dag. Ástæðan fyrir því að henni barst ekki boðið er sú að sendandi boðsins gerði innsláttarvillu þegar hann skrifaði netfangið hennar. „Ég var bara svo hissa og ég átti ekki til eitt einasta aukatekið orð. Ég glennti upp augun. Öllum boðið nema mér,“ segir Inga í samtali við fréttastofu. Hún heyrði fyrst af fundinum frá Kolbrúnu Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem var á leiðinni á fundinn.Þú hefur þá ekki komist á fundinn í tæka tíð?„Ég fékk ekkert boð og ég fer nú ekki að mæta sem boðflenna,“ segir Inga sem hefði viljað fá afsökunarbeiðni og að vandað hefði verið til verka. Hún segir það liggja fyrir að þegar bréfritari sendir tölvupóst á netfang sem er ekki til komi strax melding þess efnis frá postmaster. „Ég er bara hissa á því að vinnubrögðin skuli ekki vera vandaðri en þetta. Það var ekkert ætlunin að skilja mig útundan. Ég er ekki að segja það, alls ekki, en mér finnst þetta bara ekki vönduð vinnubrögð. Það má alveg fylgja því eftir, þegar eru ekki fleiri á boðslistanum en þetta, að það sé ekki víst að allir hafi fengið þetta boð. Ég er nú að reyna að horfa fram hjá því að viðkomandi fylgist ekki með því hvort postmaster sendi til baka að þetta netfang sé ekki gilt.“ Inga vakti athygli á þessu á Facebook síðu sinni en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði í ummælaþræði við færsluna að hún hefði fengið fundarboð eins og aðrir. Hann hafi farið yfir listann til öryggis. Á listanum sem hann birti má sjá innsláttarvillu þegar netfang Ingu hefur verið ritað því það vantaði bókstafinn „i“ í ingasaeland(hjá)althingi.is.
Alþingi Borgarstjórn Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira