Hundruð milljóna í búgrein, sem aðrir banna!? Ole Anton Bieltvedt skrifar 21. janúar 2019 09:04 Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og er oft farið heiftarlega með þau í sláturhúsum og flutningi þangað. Koma þau stundum nær dauða en lífi þar að; fótbrotin, lemstruð og limlest. Kunnugur maður sagði: „Ef sláturhús hefðu glerveggi, og ef eymdar- og kvalaróp dýranna heyrðust út, væri löngu búið að loka þeim öllum“. Einna verst allra búgreina, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað og tekið með í reikninginn frá byrjun. Hér eru einkum haldnir minkar. Við náttúrulegar aðstæður þurfa þeir lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þeir geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetabúr, 30 x 60-70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla lengst af á járnvírum, 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn. Hann hrúast svo oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, skal slátra. Þeim er þá troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Minkar kunna að kafa, geta haldið niðri í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu iðju fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Vart velvild til dýranna eða væntumþykja. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í feitu árunum, til að komast í gegnum þau mögru. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur komizt upp með það, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 13 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fara fram á 300 milljónir úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur, en þetta jafngildir því, að allar fjölskyldur landsins leggi þessum loðdýrabændum til 3.000 krónur hver. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir, eins og menn vita, þó að slíkt komi lítið fram í fari hans, vill gjarnan skoða, hvort ekki mætti fá Byggðastofnun í þetta? Hann er ráðherra byggðamála. Kristján Þór, landbúnaðarráðherra, vitnar hins vegar í , „að engar fjárheimildir séu í fjárlögum, sem hægt sé að grípa til“. Framsóknarmenn setja auðvitað ekki slíkt smáræði fyrir sig, en vonandi gerir Kristján Þór það í reynd, ekki bara af skorti á fjárheimildum, heldur vegna siðferðis síns og skilnings á því, að þessu heiftarlega dýraníði verður að linna. Vil ég trúa honum til þess. Vonandi kemur forsætisráðherra að málinu með sama hætti, en mál er til komið, að hún og VG fari að sýna, af hverju þau kenna sig við grænt. Ekkert hefur sést mikið til þess enn. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (almenn mjög ströng dýraverndurlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland frá 2019, Þýzkaland frá 2022, Holland frá 2024 og Noregur frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það væri auðvitað fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, ef þau færu að styrkja búgrein, sem allir aðrir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Allir helztu fatahönnuður og –framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Fyrir utan dýraníðið, virðist því frekari fjárfesting í loðdýrarækt vafasöm eða glórulaus.Höfundur er stofnandi Jarðarvina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Víða sæta dýrin illri meðferð í hinum svokallaða matvælaiðnaði, og er oft farið heiftarlega með þau í sláturhúsum og flutningi þangað. Koma þau stundum nær dauða en lífi þar að; fótbrotin, lemstruð og limlest. Kunnugur maður sagði: „Ef sláturhús hefðu glerveggi, og ef eymdar- og kvalaróp dýranna heyrðust út, væri löngu búið að loka þeim öllum“. Einna verst allra búgreina, með tilliti til kvalræðis dýranna, er þó fyrir mér loðdýraræktin. Þar er kvalræðið vitað og tekið með í reikninginn frá byrjun. Hér eru einkum haldnir minkar. Við náttúrulegar aðstæður þurfa þeir lífssvæði upp á 10-20 ferkílómetra, þar sem þeir geta ráfað um frjálsar, merkt sín svæði, grafið, klifrað, synt og aflað sér lífsviðurværis. Í loðdýraræktinni eru þessum lífverum troðið inn í vírnetabúr, 30 x 60-70 sm, þar sem þær eru látnar dúsa og þjást ævilangt. Búklengd með skotti slagar upp í lengd búranna. Fætur hvíla lengst af á járnvírum, 2,4 mm skulu þeir vera, en þykkari ekki, svo úrgangur úr dýrunum falli greiðlega í gegn. Hann hrúast svo oft upp undir búrum og leggur þá af honum hinn versti ódaunn og stækja. Þegar hvolpar eru 6 mánaða, skal slátra. Þeim er þá troðið inn í lokaðan kassa og útblástur dráttarvélar tengdur við, dráttarvél gangsett og keyrð, þangað til að allir hvolparnir eru kafnaðir af gaseitrun. Minkar kunna að kafa, geta haldið niðri í sér anda, og má ætla, að þeir berjist um, reyni að halda anda niðri og frá sér eiturloftinu, jafn lengi og lungu leyfa. Hér kann því að eiga sér stað heiftarlegt dauðastríð. Fyrir mér er óskiljanlegt, að góðir og gegnir bændur skuli hafa lagt þessa hræðilegu iðju fyrir sig. Úr ýmsu öðru má velja, ef menn vilja byggja sveitir landsins, og enginn er bundinn þar. Var það gróðavonin, sem keyrði menn í þetta? Vart velvild til dýranna eða væntumþykja. Í flestum atvinnurekstri er það svo, að afkoma sveiflast, og verða atvinnurekendur, sem vilja komast af til langframa, að safna í sarpinn í feitu árunum, til að komast í gegnum þau mögru. Þetta lögmál gildir um flest fyrirtæki landsins, en einhvern veginn hafa bændur komizt upp með það, að, ef illa áraði og afkoma versnaði, þá gætu þeir bara snúið sér til ríkisins og fengið úrlausn á sínum fjárhagsvanda þar; úr sjóðum almennings. Nú eru þeir 13 loðdýrabændur, sem eftir eru, að fara fram á 300 milljónir úr sjóðum landsmanna, til að dekka sinn taprekstur, en þetta jafngildir því, að allar fjölskyldur landsins leggi þessum loðdýrabændum til 3.000 krónur hver. Sigurður Ingi, sem er dýralæknir, eins og menn vita, þó að slíkt komi lítið fram í fari hans, vill gjarnan skoða, hvort ekki mætti fá Byggðastofnun í þetta? Hann er ráðherra byggðamála. Kristján Þór, landbúnaðarráðherra, vitnar hins vegar í , „að engar fjárheimildir séu í fjárlögum, sem hægt sé að grípa til“. Framsóknarmenn setja auðvitað ekki slíkt smáræði fyrir sig, en vonandi gerir Kristján Þór það í reynd, ekki bara af skorti á fjárheimildum, heldur vegna siðferðis síns og skilnings á því, að þessu heiftarlega dýraníði verður að linna. Vil ég trúa honum til þess. Vonandi kemur forsætisráðherra að málinu með sama hætti, en mál er til komið, að hún og VG fari að sýna, af hverju þau kenna sig við grænt. Ekkert hefur sést mikið til þess enn. Nánast allar aðrar siðmenntaðar þjóðir eru búnar að banna eða eru að banna loðdýrarækt, og má þar nefna Bretland, Austurríki, Lúxemborg, Slóveníu, Króatíu, Bosníu og Hersegóvína, Serbíu, Masedóníu, Sviss (almenn mjög ströng dýraverndurlög, sem fyrirbyggja svona dýraníð), Tékkland frá 2019, Þýzkaland frá 2022, Holland frá 2024 og Noregur frá 2025. ESB er að vinna að slíku banni fyrir öll hin ESB-ríkin. Það væri auðvitað fáránlegt og forkastanlegt af íslenzkum stjórnvöldum, ef þau færu að styrkja búgrein, sem allir aðrir eru að banna, vegna dýraníðs, með hundraða milljóna framlagi af almannafé. Allir helztu fatahönnuður og –framleiðendur hins vestræna heims eru líka búnir að setja bann á og útiloka náttúrulega loðfeldi í sinni hönnun og framleiðslu. Má þar nefna Armani, Calvin Klein, Gucci, Hugo Boss, Michael Kohrs, Ralph Lauren, Tom Ford, Tommy Hilfiger, Versace og Vivienne Westwood. Fyrir utan dýraníðið, virðist því frekari fjárfesting í loðdýrarækt vafasöm eða glórulaus.Höfundur er stofnandi Jarðarvina.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun