Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar frumvarpi um að ríkið niðurgreiði sálfræðiþjónustu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2019 19:00 Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Formaður Geðlæknafélags Íslands fagnar því að fram er komið frumvarp um að sjúkratryggingar taki þátt í að greiða niður sálfræðikostnað. Hann gagnrýnir þó að í greinargerð sé kastað rýrð á aðra sem sinna málinu. Verkefnastjóri hjá Landlækni vill meiri samvinnu milli fagstétta í málaflokknum. 24 þingmenn eru meðflutningsmenn frumvarps um að Sjúkratryggingar Íslands taki til sálfræðimeðferðar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Þeir koma úr öllum flokkum en tveir Framsóknarmenn bættust við í dag frá því við sögðum frá málinu í gær. Óttar Guðmundsson formaður Geðlæknafélags Íslands segir löngu tímabært að sálfræðingar fái samning við Sjúkratryggingar Íslands. „Það eru allir geðlæknar með biðlista og verða að visa fólki frá svo og svo mörgum skjólstæðingum og maður fagnar bara þessum liðstyrk,“ segir Óttar.Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Embætti landlæknis segir mikilvægt að fagstéttir vinni saman í geðheilbrigðismálum.Mikilvægt að fagstéttir starfi saman Undir þetta tekur Salbjörg Bjarnadóttir verkefnisstjóri hjá Landlækni en segir ennfremur mikilvægt að fleira komi til. „Það þarf kannski að vera samvinna milli lækna, sálfræðinga, félagsfræðinga og hjúkrunarfræðinga um hvernig við erum að vinna þetta. Þá er verið að gera heilmikið. Heilsugæslan er til dæmis búin að ráða sálfræðinga í allar heilsuverndarstöðvar í Reykjavík og víða út á landsbyggðinni,“ segir Salbjörg. Þunglyndislyf hafa reynst vel Óttar gagnrýnir þó ýmislegt í greinagerð í frumvarpinu en þar kemur til að mynda fram að sálfræðimeðferð í stað lyfjagjafar geri það að verkum að ráðist er að rótum vandans. Mér finnst mjög skrítið að til þess að koma svona sjálfsagðri breytingu í gegn eins og að sálfræðingar komist á samning þurfi að kasta rýrð á aðra sem eru að vinna í þessum málaflokki, mér finnst það óheppilegt. Sálfræðingar hafa enga patentlausn á geðrænum vandamálum frekar en aðrir,“ segir Óttar. Hann nefnir til dæmis að þunglyndislyf hafi reynst einkar vel fyrir marga sem glími við andleg veikindi. „Þetta eru lyf sem hafa mikil og góð áhrif á þunglynd og kvíða og það eru ekki bara geðlæknar sem ávísa þessum lyfjum heldur heimilislæknar og margir aðrir læknar,“ segir Óttar. Hallgerður langbrók hefði þurft á meðferð að halda Hann segir að það að fólk lýsi frekar þunglyndiseinkennum og kvíða en áður geti verið vegna aukinnar meðvitundar um andlega heilsu í samfélaginu. „Það er mjög jákvætt að fólk skuli leita sér aðstoðar við andlegum meinum í dag. Auðvitað glímdu forfeður okkar við gríðarlega mikil andleg vandamál en báru harm sinn í hljóði og kvörtuðu ekki. Hallgerður langbrók varð til að mynda fyrir gríðarlegum áföllum og ofbeldi og ef hún væri uppi í dag þá myndi hún hafa mjög gott af því að leita til sálfræðings, geðlæknis eða sitja í grúbbu fyrir þolendur kynferðislegs ofbeldis. Þegar hún var uppi datt ekki nokkrum manni það í hug,“ segir Óttar og bætir við að það hefði nú verið gaman að geta hjálpað Hallgerði í ellinni að sætta sig við öll þau áföll sem hún varð fyrir á lífsleiðinni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Þriðjungur þingmanna vill að ríkið greiði sálfræðikostnað Frumvarp í pípunum um að SÍ taki þátt í kostnaði við sálfræðimeðferðir. Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að frumvarpið komi til kasta þingsins. 28. janúar 2019 06:00