Innlent

Bréf Trumps til Norð­manna og væringar innan VG

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um málefni Grænlands og hið ótrúlega bréf sem Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi á forsætisráðherra Noregs. 

Í bréfinu segir hann að í ljósi þess að norska nóbelsnefndin hafi ekki sæmt hann Friðarverðlaunum Nóbels á dögunum sé hann ekki lengur skuldbundinn til að huga aðeins að friði í heiminum. 

Einnig fjöllum við um átök innan Vinstri grænna í Reykjavík en félagsfundur sem haldinn var í flokknum í gær virðist ætla að draga dilk á eftir sér. 

Að auki verður rætt við framkvæmdastjóra FÍB sem segir mikilvægt að fólk skrái kílómetrastöðu ökutækja áður en fresturinn rennur út á morgun.

Í íþróttunum tökum við að sjálfsögðu stöðuna á strákunum okkar á EM en mótið hefur byrjað vel fyrir Íslendinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×