Innlent

Ís­lendingur hand­tekinn á EM

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Um er að ræða stuðningsmann íslenska handboltalandsliðsins.
Um er að ræða stuðningsmann íslenska handboltalandsliðsins. EPA

Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta hefur verið handtekinn í Svíþjóð.

Ríkisútvarpið greinir frá. Utanríkisráðuneytið staðfestir að eitt mál hafi komið á borð borgaraþjónustunnar í tengslum við yfirstandandi Evrópumót karlalandsliða í handbolta.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um af hverju viðkomandi var handtekinn en fjöldi Íslendinga er í Svíþjóð til að styðja landsliðið. Næsti leikur liðsins er á morgun klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×