Litla stúlkan með eldvörpuna Sverrir Björnsson skrifar 3. janúar 2019 07:30 Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þá eru hátíðarnar að baki þá við kepptumst við að Baggalútast í nýju náttfötunum með konfekt og huggulegheit og reyndum af fremsta megni að njóta stundarinnar, vera dálítið í núinu. Konunni minni finnst svo yndislegt á jólum og áramótum að það eru allir að gera það sama. Er það ekki bara? Hafið þið heyrt áramótasögu H.C. Andersen, Litla stúlkan með eldspýturnar? Það er saga sem enginn gleymir sem heyrt hefur. Sagan segir í stuttu máli frá lítilli fátækri stúlku sem ráfar um göturnar á gamlárskvöld. Hún er að selja eldspýtnabúnt en enginn hefur keypt neitt af henni svo hún þorir ekki heim, því þá mun pabbi hennar misþyrma henni. Og það er svo sem ekki mikið hlýrra heima en í snjóbylnum á götunni. Örmagna af kulda sest litla stúlkan í skot við götuna. Henni er svo kalt að hún freistast til að kveikja á einni eldspýtu og svo enn einni og svo annarri. Í logunum sér hún í gegnum veggina inná fallega skreytt heimili efnafólks þar sem borðin svigna undan gæsasteikum og öðru góðgæti. Að lokum kveikir hún í heilu eldspýtnabúnti, þá birtist amma hennar af himnum og sækir hana. Um morguninn sjá vegfarendur litla stúlku í keng á skreyttu strætinu, hún er króknuð úr kulda. Þannig lýkur þessari nístandi fallegu sögu en ef ég man rétt var það síðasta sem litla stúlkan sagði: „I will be back.“ Kannski var það í einhverri annarri sögu en allavega nú 173 árum síðar er hún komin aftur. Og henni er ekki hlátur í huga. Hún er foxill, skiljanlega í ljósi sögunnar. Hún er búin að fá nóg af fátækt, kúgun og ofbeldi. Hún er steinhissa á að þrátt fyrir tæknibyltingar og samfélagsframfarir eru ennþá þúsundir barna fátæk á Íslandi og fjöldi fullvinnandi kvenna. Hún er hundleið á að horfa inná heimili efnafólks, hvort sem það er tertubakstur í Garðabænum eða kampavíns- og humarveislur úti á Seltjarnarnesi. Endalausar skjámyndir af hliðarveruleika þess lífs sem hún lifir. Hennar veruleiki er ennþá strit og kynbundið ofbeldi, í launaumslögum, orðum og verkum. Nú ætlar hún ekki að koðna niður og deyja útí horni. Hún er mætt og berst fyrir sínu af miklu afli. Þú þekkir hana. Þú hittir hana á netinu, sérð hana í fréttunum, hittir hana á mótmælum og mætir henni á götu á hverjum degi. Hún heitir Sólveig Anna Jónsdóttir. Hún heitir Stephanie Rósa Bosma. Hún heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir. Hún heitir Lára Hanna Einarsdóttir og óteljandi öðrum nöfnum baráttukvenna fyrir betra lífi. Af einni eldspýtu er lítill logi en af þúsundum verður mikið bál.Höfundur er hönnuður.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar