Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:54 Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15
Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00
Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15