Tæplega 640 fjölskyldur á biðlista eftir greiningu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:00 Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira