Landlæknir veltir upp sérstökum úrræðum í heilsuþjónustu fyrir karla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2018 13:18 Alma D. Möller landlæknir. Vísir/Baldur Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Við verðum að hafa vilja og þor til að prófa nýjar leiðir við veitingu heilbrigðisþjónustu. Þetta segir Alma D. Möller landlæknir í pistli á heimasíðu embættisins. Tilefnið er tilraunaverkefni velferðarráðherra er snýr að sérstakri heilsumóttöku fyrir konur. Hún veltir því upp hvort ekki sé sömuleiðis tilefni fyrir sérstökum úrræðum fyrir karlmenn. Á heilsumóttöku fyrir konur á að sinna sértækum heilbrigðisvandamálum kvenna auk ráðgjafar, þar á meðal til kvenna sem eru í viðkvæmri stöðu. Segir Alma að skilja megi verkefnið þannig að ljósmæður verði lykilaðilar í þessari móttöku en vitað sé að slík starfsemi hefur gefist vel víða erlendis. Alma bendir á að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hafi vakið athygli á mismun á heilsu og þörfum kynja (e. gender sensitive health). „Þannig er nú viðurkennt að heilsufarsvandamál karla og kvenna eru að hluta mismunandi og að sértæk nálgun geti bætt heilbrigði. Ástæðurnar eru flóknar og geta skýrst af genum, mismunandi hlutverkum, hegðun og ímynd. Talið er brýnt að rannsaka og þróa þekkinguna frekar þannig að heilbrigðisþjónustan geti brugðist við með sértækari hætti en nú er.“Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar.VelferðarráðuneytiðSóknarfæri í tilfærslu starfa Alma segir fjölmargar áskoranir framundan í heilbrigðisþjónustunni og þurfi að bregðast við með víðtækum og fjölbreyttum aðgerðum. „Ein þeirra er að leita sífellt nýrra leiða í veitingu þjónustu og önnur er svokölluð tilfærsla eða útvíkkun starfa (e. task shift) þar sem kraftar og þekking hverrar starfsstéttar er nýtt á sem bestan hátt. Undirritaðri virðist þetta verkefni snúast um þetta tvennt og er ekkert nema gott um það að segja.“ Hún telur líklegt að sóknarfæri séu í tilfærslu og útvíkkun starfa og að slíkt geti aukið skilvirkni þjónustu. Þar þurfi allar starfsstéttir að hafa opinn hug. „Hins vegar er mikilvægt að víðtæk umræða fari fram við þær starfsstéttir er mál varða hverju sinni. Einungis þannig næst sú sátt sem nauðsynleg er til að verkefni þróist á sem farsælastan hátt, skjólstæðingum sem og starfsfólki til hagsbóta. Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar er vel treystandi til að útfæra þetta verkefni sem augljóslega þarf að verða í sátt, samstarfi og teymisvinnu ljósmæðra, heilsugæslulækna og kvensjúkdómalækna.“ Landlæknir telur ekki síður mikilvægt að huga sérstaklega að heilsu karla.Ljósmæður sinna í dag mæðravernd innan heilsugæslunnar en með nýrri móttöku fyrir konur yrði hlutverk þeirra víkkað út.vísir/vilhelmKarlar lifa skemur „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin vakti nýverið athygli á sértækum heilbrigðisvandamálum karla með birtingu skýrslu sem tekur til Evrópulanda. Þekkt er að karlar lifa skemur en konur og er munurinn umtalsverður víða um álfuna. Hér á landi er munurinn 3,4 ár sem er minni en í flestum öðrum löndum og hefur heldur dregið saman með kynjunum.“ Alma segir marga mælikvarða sem lagðir eru á heilsu verri hjá körlum en konum. Þá sé tíðni margra sjúkdóma hærri hjá þeim, en fyrir því liggi margar orsakir. „Almennt séð reykja karlar meira, neyta meira áfengis, borða óhollari mat, sýna meiri ofbeldishegðun, eru líklegri til að fremja sjálfsvíg og verða oftar fyrir slysum. Þá búa þeir við meiri tilfinningalega einangrun og geðræn vandamál þeirra greinast síður. Auk þess hafa þeir sérstök vandamál er tengjast kyn- og þvagfærum sem oft eru flókin.“ Þá sé einnig þekkt að karlar leiti síður eftir heilbrigðisþjónustu en konur og eigi það einnig við um sálfélagslegan stuðning. „Okkur skortir meiri þekkingu á þörfum karla og hvernig hægt væri að ná betur til þeirra. Því má spyrja sig samtímis því sem hugað er að sérstaka móttöku fyrir konur hvort tilefni er til að þróa mótsvarandi þjónustu fyrir karla. Það gæti sömuleiðis verið verðugt verkefni fyrir Þróunarmiðstöð heilsugæslunnar að huga að því og er þessi pistill birtur til umhugsunar.“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00 Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49 Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Sjá meira
Stefnt að opnun heilsugæslu fyrir konur Heilbrigðisráðherra stefnir að opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst. Ljósmæður myndu sjá um starfsemina og er hugsunin að nýta betur sérþekkingu þeirra. 16. október 2018 21:00
Skilja ekkert í plönum ráðherra um heilsugæslu ljósmæðra fyrir konur Hugmyndir heilbrigðisráðherra um opnun sérstakrar heilsugæslu fyrir konur sem allra fyrst mælast misjafnlega fyrir hjá læknum. Heilsugæslan yrði eingöngu mönnuð af ljósmæðrum. 17. október 2018 08:49
Segir það eðlilegt skref fram á við að opna heilsugæslu fyrir konur Áslaug Valsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, segir það eðlilegt skref fram á við að opna sérstaka heilsugæslu fyrir konur. Vísar hún í leiðbeiningar WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, þess efnis nýta eigi betur starfskrafta annarra menntaðra stétta í heilbrigðiskerfinu en lækna, til dæmis ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. 17. október 2018 13:45